Innlent

Höfuðbiskupar hittust í borginni

viktoría hermannsdóttir skrifar
Í dómkirkjunni. Fundurinn hófst með bænastund.
Í dómkirkjunni. Fundurinn hófst með bænastund. Mynd/Þjóðkirkjan
Höfuðbiskupar lúthersku þjóðkirknanna á Norðurlöndum áttu tveggja daga fund í Reykjavík í byrjun vikunnar. Síðast hittust þeir hér á landi vorið 2009.

Fundinn sátu Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, Antje Jackelén, erkibiskup sænsku kirkjunnar, Helga Haugland Byfuglien, höfuðbiskup norsku kirkjunnar, Kari Mäkinen, erkibiskup finnsku kirkjunnar, og Peter Skov-Jakobsen, biskup í Kaupmannahöfn.

Eftir bænastund í Dómkirkjunni í upphafi fundar á mánudag fengu biskuparnir skoðunarferð um Alþingishúsið við Austurvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×