Leifsstöð mun tvöfaldast ingvar haraldsson skrifar 25. mars 2015 10:00 Leifsstöð mun stækka verulega á næstu árum til að mæta auknum farþegafjölda. Á myndinni má sjá hvernig stefnt er að flugvöllurinn muni líta út árið 2040. mynd/isavia Flugstöð Keflavíkurflugvallar mun ríflega tvöfaldast að stærð á næsta aldafjórðungi. Bæta á við flugbraut austan megin við flugstöðina og fjölga flugstæðum úr 19 í 34. Uppbyggingin miðar að því að hægt verði að koma aukinni umferð í gegnum flugvöllinn. Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að farþegum muni fjölga um helming á næsta áratug og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast fram til ársins 2040. Búist er við að kostnaður við stækkunina muni nema á milli 150 og 200 milljörðum. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður muni leggja verkefninu til fé en Isavia er í eigu ríkisins. Þá er ekki gert ráð fyrir því að félagið þurfi að sækja sér aukið eigið fé til að fjármagna uppbygginguna.Til skoðunar að einkaaðilar komi að uppbyggingunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að heppilegra gæti verið að einkaaðilar muni sjá um uppbyggingu flugvallarins. „Ég er ekki síst að horfa til þess að það kann að vera heppilegt að ríkið taki ekki á sig alla þá áhættu sem fylgir því að fara í tugmilljarða viðbótarfjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og það er ekki rökbundin nauðsyn að ríkið eigi hvern einasta fermetra í flughlöðum og tengibyggingum sem einkaaðilar hafa sýnt áhuga á að fjármagna og jafnvel eiga og reka,“ sagði Bjarni.Endalegt skipulag kynnt í september Áformin eru hluti af áætlun um framtíð Keflavíkurflugvallar sem norska hönnunarstofan Nordic Office of Architecture vann fyrir Isavia. Hönnunarstofan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um framtíð flugvallarins en niðurstöður hennar voru kynntar í síðasta mánuði. Isavia vinnur nú með norsku hönnunarstofunni og hagsmunaaðilum að nánari útfærslu tillagnanna. Kynna á endanlega áætlun að skipulagi flugvallarins í september á þessu ári. Tengdar fréttir Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Flugstöð Keflavíkurflugvallar mun ríflega tvöfaldast að stærð á næsta aldafjórðungi. Bæta á við flugbraut austan megin við flugstöðina og fjölga flugstæðum úr 19 í 34. Uppbyggingin miðar að því að hægt verði að koma aukinni umferð í gegnum flugvöllinn. Áætlanir Isavia gera ráð fyrir að farþegum muni fjölga um helming á næsta áratug og fjöldi þeirra nærri tvöfaldast fram til ársins 2040. Búist er við að kostnaður við stækkunina muni nema á milli 150 og 200 milljörðum. Ekki er gert ráð fyrir að ríkissjóður muni leggja verkefninu til fé en Isavia er í eigu ríkisins. Þá er ekki gert ráð fyrir því að félagið þurfi að sækja sér aukið eigið fé til að fjármagna uppbygginguna.Til skoðunar að einkaaðilar komi að uppbyggingunni Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur sagt að heppilegra gæti verið að einkaaðilar muni sjá um uppbyggingu flugvallarins. „Ég er ekki síst að horfa til þess að það kann að vera heppilegt að ríkið taki ekki á sig alla þá áhættu sem fylgir því að fara í tugmilljarða viðbótarfjárfestingar á Keflavíkurflugvelli og það er ekki rökbundin nauðsyn að ríkið eigi hvern einasta fermetra í flughlöðum og tengibyggingum sem einkaaðilar hafa sýnt áhuga á að fjármagna og jafnvel eiga og reka,“ sagði Bjarni.Endalegt skipulag kynnt í september Áformin eru hluti af áætlun um framtíð Keflavíkurflugvallar sem norska hönnunarstofan Nordic Office of Architecture vann fyrir Isavia. Hönnunarstofan varð hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um framtíð flugvallarins en niðurstöður hennar voru kynntar í síðasta mánuði. Isavia vinnur nú með norsku hönnunarstofunni og hagsmunaaðilum að nánari útfærslu tillagnanna. Kynna á endanlega áætlun að skipulagi flugvallarins í september á þessu ári.
Tengdar fréttir Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47 Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17 Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00 Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37 Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Sjá meira
Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikan farþega Flugvél frá Lufthansa varð að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina vegna veikinda farþega. Hún var á leið frá Frankfurt í Þýskalandi til Vancouver í Kanada þegar veikindin komu upp. 9. mars 2015 13:47
Keflavíkurflugvöllur valinn besti flugvöllur Evrópu árið 2014 Keflavíkurflugvöllur kom vel út úr þjónustukönnun meðal farþega sem framkvæmd er af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. 16. febrúar 2015 13:17
Keflavíkurflugvöllur besti flugvöllur í Evrópu Keflavíkurflugvöllur var nú á dögunum valinn besti flugvöllur í Evrópu 2014 af alþjóðasamtökum flugvalla, Airports Council International. Viðurkenningin er mikið ánægjuefni f 27. febrúar 2015 07:00
Keflavíkurflugvöllur eftir 25 ár Flugstöðin verður stækkuð til norðurs og lögð verður ný norður-suður flugbraut vestan við flugvöllinn. 26. febrúar 2015 15:37
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent