Að koma sér í úlfakreppu kolbeinn óttarsson proppé skrifar 1. apríl 2015 07:00 Starf þingmannsins einkennist af törnum. Á löngum tímabilum er lítið að gera og fáir í þingsal, en síðan hrúgast málin inn og langir þingfundir taka við. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, hefur ítrekað hvatt ráðherra til að koma tímanlega fram með frumvörp. fréttablaðið/valli Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum. Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira
Gjörbylting á húsnæðiskerfinu með sérstökum styrkjum til bygginga, heildarendurskoðun á bótum og þeim ásetningi að styrkja húsnæðissamvinnufélög í sessi. Nýr tekjustofn ríkissjóðs sem er veiðigjald á fisktegund sem ekki hefur verið við lýði áður. Fyrirkomulag veiðigjalda almennt til lengri tíma þar sem sérstaklega er tekið á setningu aflahlutdeildar. Þetta eru mál sem gætu haldið þingi í hvaða ríki sem er í heiminum uppteknu um langa hríð. Ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks ætlar Alþingi Íslendinga 20 daga til að ræða þessi mál, mál sem eru þau stærstu sem hún leggur fram á yfirstandandi þingi. Í gær rann út framlagningarfrestur á þingi, sem þýðir að leita þarf afbrigða til að leggja fram ný mál héðan í frá. Tveir þriðju þingmanna þurfa að samþykkja afbrigði, en ríkisstjórnin hefur stuðning 38 þingmanna af 63. Ólíklegt er annað en að stjórnin komi að málum ef hún leitar eftir því, en fyrst og fremst er það umhugsunarvert hvers vegna mál koma jafn seint inn og raun ber vitni. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan stjórnarflokkanna benda margir á að skýringanna á því hve seint mál koma fram sé að leita í ágreiningi á milli flokkanna. Ekki þarf að leita langt til að sjá slíku stað. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lagði fram frumvarp um náttúrupassa sem naut ekki stuðnings innan stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, hætti við að leggja fram kvótafrumvarp og nefndi andstöðu sem helstu ástæðuna. Þar tiltók hann stjórnarflokkana sérstaklega. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ástæðu þess hve seint húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur eru fram komin sé fyrst og síðast að finna í andstöðu innan stjórnarflokkanna sjálfa. Eins og sjá má hér til hliðar hefur Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagt mikið upp úr því að starfsáætlun þingsins haldi. Til þess þurfi ráðherrar að huga tímanlega að þeim þingmálum sem berast þinginu. Eygló lýsti því yfir við Fréttablaðið í síðustu viku að ef með þyrfti yrði haldið sumarþing. Það er þvert á starfsáætlun þingsins. Nú tekur við átakatími á þingi, þar sem stjórnin er allt í einu komin í þá stöðu að þurfa að treysta á stjórnarandstöðuna um hvernig málum háttar fyrir þingfrestun, þrátt fyrir ríflegan meirihluta sinn. Þótt slík staða sé alþekkt í störfum þingsins, verður ekki annað séð en að ríkisstjórnin hafi komið sér í úlfakreppu af sjálfsdáðum.
Alþingi Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni Sjá meira