Búinn að fá tvisvar sinnum heilahristing og tímabilið líklega búið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. apríl 2015 07:45 Magnús hefur lent í miklum skakkaföllum í vetur en náði þó að verða bikarmeistari. vísir/stefán „Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“ Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
„Heilsan hefur oft verið betri,“ segir fyrirliði ÍBV, Magnús Stefánsson, en lukkan hefur ekki beint leikið við hann í vetur. Hann fékk heilahristing fyrr í vetur og svo lenti hann líka í árekstri í Vestmannaeyjum og hefur vart verið góður síðan. Óttast er að Magnús sé kviðslitinn en hann ætti að fá það staðfest í dag. Fari svo þá er tímabilið hjá honum fokið út um gluggann og hann missir af úrslitakeppninni. „Ég er talsvert kvalinn og á erfitt með gang. Þeir segja að einkenni bendi til þess að ég sé kviðslitinn,“ segir Magnús en hann yrði þá annar leikmaður ÍBV sem kviðslitnar í vetur. Sindri Haraldsson er einnig kviðslitinn. „Þetta var nokkuð harkalegt bílslys sem ég lenti í og einn læknir hefur tengt það við meiðslin mín í dag. Ég var farþegi í bíl og við fengum annan bíl inn í hliðina. Þetta var algert óhapp.“ Magnús var þá á leiðinni upp á flugvöll í Eyjum að fljúga með liðinu í leik. Hann fór með liðinu þrátt fyrir slysið en þegar hann byrjaði að hita upp fór hann að svima og þá var hann settur í hvíld. Engin áhætta tekin. „Ég hef verið frekar slæmur eftir slysið enda fékk ég talsvert höfuðhögg. Þetta er mjög svekkjandi en liðið má ekki við neinum skakkaföllum. Ég prófaði að spila einn leik en var með verki,“ segir Magnús, en talið er að hann hafi fengið heilahristing í slysinu. „Það er þá í annað sinn því ég fékk líka höfuðhögg og heilahristing fyrr í vetur. Það var fyrir pásuna í deildinni og ég fékk því tíma til að jafna mig.“ Magnús er ekkert allt of bjartsýnn á að spila meira í vetur. „Ég get ekki hreyft mig nokkurn skapaðan hlut núna. Ef ég er kviðslitinn þá er þetta líklega búið. Þetta er búið að vera erfitt tímabil með meiðslin en mér tókst þó samt að vinna bikarinn með ÍBV sem var ágætt. Við viljum samt meira þó svo það hafi verið á brattann að sækja í síðustu leikjum.“
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira