Górillustelpur og klifurdans Magnús Guðmundsson skrifar 9. apríl 2015 13:00 Danshópurinn BANDALOOP ætlar að leika listir sínar utan á Aðalstræti 6 á opnunarhátíð Listahátíðarinnar. Opnunarhátíðin þann 13. maí mun endurspegla markmið aðstandendanna að góðu aðgengi almennings að listviðburðum. Þann dag verður afhjúpað nýtt verk eftir myndlistarhópinn Guerilla Girls sem samanstendur af sjö myndlistarkonum sem eru þekktar fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti í listheiminum og hafa beitt fyrir sig húmor í fjölda spennandi verka á liðnum þrjátíu árum.Guerilla Girls eru forsíðuefni Listahátíðar í ár enda samnefnari fyrir áhersluna á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt. Opnunaratriðið sjálft er hins vegar á ystu nöf samfélagsins í bókstaflegri merkingu. Þar er á ferðinni bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP undir stjórn Ameliu Rudolph sem hefur leitt flokk sinn fram á ystu brún skýjakljúfa og klettabjarga víðsvegar um heim. BANDALOOP sérhæfir sig í lóðréttum dansi og er bakgrunnur listræns stjórnanda ekki einungis í dansi heldur einnig klettaklifri. Þessi heimsþekkti danshópur mun sýna þrjú verk á framhlið Aðalstrætis 6 við opnun Listahátíðarinnar og því um að gera fyrir Reykvíkinga sem og aðra unnendur klettaklifurs, danslistar og spennandi menningarviðburða í orðsins fyllstu merkingu að fjölmenna í Aðalstrætið þann 13. maí. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Opnunarhátíðin þann 13. maí mun endurspegla markmið aðstandendanna að góðu aðgengi almennings að listviðburðum. Þann dag verður afhjúpað nýtt verk eftir myndlistarhópinn Guerilla Girls sem samanstendur af sjö myndlistarkonum sem eru þekktar fyrir baráttu sína fyrir jafnrétti í listheiminum og hafa beitt fyrir sig húmor í fjölda spennandi verka á liðnum þrjátíu árum.Guerilla Girls eru forsíðuefni Listahátíðar í ár enda samnefnari fyrir áhersluna á höfundarverk kvenna, ritskoðun og réttindabaráttu almennt. Opnunaratriðið sjálft er hins vegar á ystu nöf samfélagsins í bókstaflegri merkingu. Þar er á ferðinni bandaríski dansflokkurinn BANDALOOP undir stjórn Ameliu Rudolph sem hefur leitt flokk sinn fram á ystu brún skýjakljúfa og klettabjarga víðsvegar um heim. BANDALOOP sérhæfir sig í lóðréttum dansi og er bakgrunnur listræns stjórnanda ekki einungis í dansi heldur einnig klettaklifri. Þessi heimsþekkti danshópur mun sýna þrjú verk á framhlið Aðalstrætis 6 við opnun Listahátíðarinnar og því um að gera fyrir Reykvíkinga sem og aðra unnendur klettaklifurs, danslistar og spennandi menningarviðburða í orðsins fyllstu merkingu að fjölmenna í Aðalstrætið þann 13. maí.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Enginn nakinn á Óskarnum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira