Óttast að Þingvellir fari illa næstu vikur 11. apríl 2015 11:30 Í febrúar var strax mikil umferð ferðamanna á Þingvöllum. MYND/BERGLIND SIGMUNDSDÓTTIR Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru. Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Sjá meira
Þjóðgarðsvörður hefur sérstakar áhyggjur af umferð ferðamanna á Þingvöllum á næstu vikum sökum þess hversu viðkvæmur gróðurinn er eftir erfiðan vetur. „Við búumst við 20 til 25% fjölgun ferðamanna hjá okkur. Við erum að undirbúa okkur til að taka við þessum fjölda með lengri opnunartíma í Hakinu og sama á við um salernisaðstöðu. Við höfum fjölgað landvörðum og höfum ráðið verktaka í þrif svo okkar starfsfólk nýtist betur í annað. Öryggisáætlanir hafa verið styrktar í samráði við lögreglu og aðra til þess bæra aðila. Við höfum afmarkað stíga betur og munum sennilega opna bráðabirgðabílastæðin frá hátíðinni 1974,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður spurður um undirbúning fyrir ferðamannastraum ársins sem á sér engar hliðstæður gangi spár eftir.Ólafur Örn HaraldssonÁætlað er að árið 2014 hafi tæplega 600 þúsund gestir komið til Þingvalla en það er tvöföldun á aðeins fjórum árum. Talið er að um 38% komi í hópferðum en 42% á eigin vegum. Af hópferðamönnum eru um 68 þúsund farþegar skemmtiferðaskipa á dagsferð um Suðurland. Ólafur telur að starfsmenn þjóðgarðsins hafi því aldrei verið eins vel undirbúnir fyrir komur ferðamanna „miðað við það sem úr er að spila enda verið gerðar miklar úrbætur á síðustu árum sem hafa breytt miklu.“ Ólafur bætir við að afrakstur þjónustu á staðnum skili tekjum sem skipta máli við uppbyggingu og undirbúning. „En okkar stærsta áhyggjuefni er vorið áður en svörðurinn er gróinn. Núna er hann vatnsósa og viðkvæmur og við þessar aðstæður verða mestu skemmdirnar. Í svona árferði þarf ekki marga fætur til að valda miklum spjöllum,“ segir Ólafur og bætir við að með einföldum aðgerðum, eins og að afmarka göngustíga með köðlum, takist að stýra umferðinni að mestu. En óvíst sé hvort það dugar til. Ólafur tekur undir að ef illa fer í vor dugi jafnvel sumarið ekki til þess að laga þau svæði sem vinsælust eru.
Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Sjá meira