Segir yfirlýsingar forsætisráðherra digurbarkalegar Sveinn Arnarson skrifar 11. apríl 2015 09:00 Sigmundur Davíð fór hörðum orðum um erlenda kröfuhafa í ræðu sinni. Sagði hann kröfuhafa með fjölda almannatengla að störfum við skýrslugerðir og sálgreiningu andstæðinga þeirra. Fréttablaðið/Ernir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“ Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fór ítarlega yfir afnám gjaldeyrishafta í ræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins í gær. Fór hann hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn. Um afnám gjaldeyrishafta sagði forsætisráðherra það vera mikilvægt að hleypa af stokkunum áætlun um afnám gjaldeyrishafta fyrir þinglok. Of langan tíma hefði tekið að afnema höftin og hundraða milljarða hagnaður myndi koma í ríkissjóð af framkvæmdinni. „Það er því ekki um annað að ræða en að hrinda í framkvæmd áætlun um losun hafta nú áður en þingið lýkur störfum. Sérstakur stöðugleikaskattur mun þá skila hundruðum milljarða króna og mun ásamt öðrum aðgerðum gera stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika verði ógnað. Það er ekki hægt að una því lengur að íslenska hagkerfið sé í gíslingu óbreytts ástands og eignarhald á fjármálakerfi landsins í því horfi sem það er,“ sagði Sigmundur Davíð. Lagafrumvarp um afnám hafta mun þar af leiðandi koma inn í þingið með afbrigðum. Búið er að loka fyrir ný mál á Alþingi og einungis 20 þingdagar eru eftir samkvæmt starfsáætlun þingsins. Katrín Júlíusdóttir, formaður VG, segir undrum sæta að boðað frumvarp um afnám hafta skuli kynnt á flokksþingi Framsóknarflokksins. „Hann hefur neitað að tjá sig í allan vetur í þinginu um þessi mál og því þykir mér þetta furðuleg vinnubrögð. Þarna birtast hugmyndir sem ekki hafa verið útfærðar í samráði við aðra flokka eða hagsmunaaðila. Mér þykir þetta bjartsýni að ætla að keyra svona risastórt mál í gegnum þingið því það skiptir miklu máli að samstaða og sátt náist um málið,“ segir Katrín. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir skilyrði fyrir afnámi hafta fyrir hendi og mikilvægt að áætlun stjórnvalda um afnám raski ekki stöðugleika í efnahagslífinu. „Við höfum ekki séð neitt um áform stjórnvalda varðandi afnám hafta. Hins vegar höfum við sagt að þetta sé brýnt úrlausnarefni og nauðsynlegt að nota það efnahagslega svigrúm sem fyrir hendi er til að stíga skrefið að afnámi haftanna,“ segir Þorsteinn. „Nú eru kjöraðstæður fyrir afnámi gjaldeyrishafta.“ Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir leyndarhjúpinn yfir áætlun ríkisstjórnarinnar ekki vera henni til framdráttar og óskar eftir frekara samráði við stjórnarandstöðuna. „Enn einu sinni er framlag ríkisstjórnarinnar til afnáms hafta það eitt að setja fram digurbarkalegar yfirlýsingar byggðar á leyniáætlunum sem enginn hefur séð. Engin áætlun kemur fram sem þolir dagsins ljós. Forystumenn ríkisstjórnarinnar ráða greinilega ekki við að skapa samstöðu um þetta mikilvæga mál,“ segir Árni Páll. „Við vinnu við afnám hafta á að hafa hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Ekki hagsmuni Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins eða útvalinna vildarvina.“
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira