Framsóknarmenn ekki séð útfærslu stöðugleikaskattsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 13. apríl 2015 07:15 Á hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra situr Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, en á vinstri hönd eiginkona hans, Anna Sigurlaug Pálsdóttir, og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. VÍSIR/ERNIR „Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
„Ég er ekki búin að sjá útfærslu á skattinum og get ekki svarað því hvort hann eigi bara við um erlenda kröfuhafa,“ segir Vigdís Hauksdóttir, alþingismaður Framsóknarflokksins, um stöðugleikaskattinn sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði að yrði lagður á erlenda kröfuhafa við afnám gjaldeyrishaftanna. Forsætisráðherra boðaði á flokksþingi Framsóknarmanna síðastliðinn föstudag að ráðist yrði í að afnema gjaldeyrishöft áður en þingið lyki störfum í vor. Þá sagði hann að lagður yrði á stöðugleikaskattur sem myndi skila hundruðum milljarða í þjóðarbúið. Einnig kom fram að skatturinn ásamt öðrum aðgerðum gerði stjórnvöldum kleift að losa um höft án þess að efnahagslegum stöðugleika yrði ógnað. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefur heldur ekki séð útfærslu á stöðugleikaskattinum. „Þetta er ekki enn þá komið til nefndarinnar minnar. Sigmundur og Bjarni eru þeir einu sem vita eitthvað um málið,“ segir Frosti og bætir því við að afnámshaftavinnan sé formlega ekki komin á borð þingsins. „Þetta er í vinnu hjá framkvæmdarvaldinu enn þá,“ segir Frosti. Ekki náðist í Sigmund Davíð né Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, en sá síðarnefndi er sagður væntanlegur til landsins í dag. Sigmundur fór hörðum orðum um kröfuhafa föllnu bankanna og sagði þá skrifa skýrslur og greinargerðir um stjórnmálaástandið á Íslandi og halda skrá um blaðamenn og stjórnmálamenn til þess að verja gríðarlegar eignir sínar hér á landi. Þá talaði hann um leyniskýrslur og lögfræðinga og almannatengla sem vinni að hagsmunum kröfuhafanna. Auk þess sagði hann að kröfuhafar hefðu framan af stefnt að því að Ísland gengi í Evrópusambandið og fjármagnaði tap bankanna með lánum frá Evrópska seðlabankanum. Fyrri ríkisstjórn hefði unnið eftir þeirri línu. Þannig hefði ekki verið hægt að stíga næsta skref við losun haftanna nema skýra afstöðuna til umsóknarinnar að Evrópusambandinu. Einar Karl Haraldsson almannatengill hefur sent fréttabréf til hóps kröfuhafa fyrir slitastjórn Glitnis og fjalla þau meðal annars um umræður á Alþingi og fréttir fjölmiðla af málum slitastjórna, kröfuhafa og gjaldeyrishafta. Í fréttabréfi frá því í febrúar er vitnað til greinar eftir Ásmund Einar Daðason um að ríkisstjórnin ætli að standa fast á hagsmunum sínum gagnvart kröfuhöfum sínum. Forsætisráðherra vitnaði til þessara orða í ræðu sinni og lagði þau í munn kröfuhafa. Því mátti skilja að kröfuhöfum stæði sérstök ógn af Framsóknarflokknum. Hins vegar er það upplýst í nýjasta fréttabréfinu fyrir slitastjórn Glitnis, sem leit dagsins ljós eftir ræðu Sigmundar á föstudag, að orðin eru sótt í grein Ásmundar Einars Daðasonar, sem jafnframt er pólitískur aðstoðarmaður forsætisráðherra.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira