Búist við kjötskorti Óli Kristján Ármannsson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Fersk kjötvara, önnur en lambakjöt, verður fljót að hverfa úr hillum verslana komi til langvarandi verkfalls dýralækna. Fréttablaðið/Heiða Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt. Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira
Komi til verkfalls dýralækna næsta mánudag gæti orðið kjötskortur í verslunum innan fárra daga. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir erfitt að segja nákvæmlega til um áhrif verkfalls á verslanir. „Kjötið klárast tiltölulega hratt, en ég veit að einhverjir eru að sækja um undanþágur þannig að á þessari stundu er ekki víst hvernig þetta endar,“ segir hann. Vari verkfallið í skamman tíma segir hann einhver áhrif verða, en ekki mikil. Vari það hins vegar lengi verði áhrifin mikil. „Við fáum ferskvöru daglega,“ segir Finnur og telur líklegt að hún klárist á tveimur til þremur dögum í verkfalli. „Síðan eru einhverjar meiri birgðir af frosinni vöru.“Þá komi verkfall dýralækna mismunandi niður á kjöttegundum. „Það er ekki sláturtíð í lambakjöti svo að birgðastaða þess er bara birgðastaðan í landinu og þarf ekki dýralækna til að klára söluna á því, þannig að það myndi líklega duga okkur fram á haust.“ Áhrifin komi hins vegar strax fram í því að skrúfist fyrir framboð á svína-, kjúklinga- og nautakjöti. Í tilkynningu sem Guðbjörg Þorvarðardóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, sendi frá sér í gær kemur fram að flestir dýralæknar í opinberri þjónustu starfi hjá Matvælastofnun og að komi til verkfalls raskist starfsemi stofnunarinnar töluvert. Hún bendir á að komi til verkfalls frá og með næsta mánudegi, 20. apríl, líkt og boðað hefur verið stöðvast slátrun í landinu, dýralæknar votti ekki flutning þar sem þarf og ábendingum um brot á velferð dýra verði ekki sinnt. Þá stöðvist útflutningur dýraafurða til ríkja utan Evrópska efnahagssvæðisins og hætt verði útgáfu vottorða vegna útflutnings gæludýra. Eins verði ekki gefin út vottorð vegna flutnings tækja eða skepna yfir sjúkdómavarnalínur.Áhrif verkfalls dýralæknaAllt eftirlit í frumframleiðslu og með matvælafyrirtækjum sem framleiða matvæli úr dýraafurðum stöðvast.Eftirlit með aðbúnaði dýra stöðvast.Innflutningur á fóðri sem inniheldur dýraafurðir frá ríkjum utan EES stöðvast.Allt eftirlit í sláturhúsum stöðvast.Innflutningur á lifandi dýrum og dýraafurðum stöðvast.Útflutningur á lifandi dýrum stöðvast.Útflutningur á dýraafurðum til þriðju ríkja stöðvast að mestu.Eftirlit með sjúkdómum í fiskeldi stöðvast.Ýmis önnur eftirlitsverkefni stöðvast.Þjónusta við eftirlitsaðila, leiðbeiningar o.fl. hættir.Fyrirspurnum fyrirtækja og almennings varðandi ofangreind atriði verður ekki sinnt.
Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sjá meira