Molum úr kerfinu Sigrún Benedikz skrifar 14. apríl 2015 07:00 Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Á næstu misserum verður umbylting á framhaldsskólakerfinu á Íslandi. Bóknám til stúdentsprófs verður skorið niður um nálægt 20%, möguleikar þeirra sem dottið hafa út úr námi og eru orðnir 25 ára verða skornir við nögl og hert að smærri framhaldsskólum úti á landi. Þessar aðfarir hafa verið gagnrýndar víða og sýnt fram á með gildum rökum að forsendur ráðherra fyrir breytingunum séu annaðhvort villuljós eða haldi ekki vatni. Viðbrögð ráðherra og ráðuneytis við þessari gagnrýni hafa hins vegar verið nákvæmlega engin, frá honum heyrist hvorki stuna né hósti. Líklega er ekki við öðru að búast, enda erfitt að ímynda sér að einhver haldbær fagleg rök finnist fyrir þessum aðgerðum. Á opinberum vettvangi hefur ráðherra hins vegar sagt hreint út að þetta sé niðurskurður, hann hefur lýst því yfir að hann ætli með þessum aðgerðum að ná aftur og gott betur kjarabótum til kennara frá síðustu samningum, hann stefni að því að spara um tvo milljarða króna í framhaldsskólakerfinu á næstu árum og hyggist keyra þessar breytingar í gegn með góðu eða illu. Svona talar ekki ráðherra sem er metnaðarfullur fyrir hönd menntunar í landinu, svona talar frjálshyggjuhagfræðingur sem lítur svo á að ríkisvaldið og allt því tengt sé af hinu illa.Kemur ekki á óvart Að sjálfstæðismenn hafi niðurskurð í ríkisrekstri á stefnuskrá sinni kemur ekki á óvart en einhvern veginn læðist að manni sá grunur að fleira hangi á spýtunni. Það skyldi þó aldrei vera að þarna glitti í möguleika á að smeygja einkavæðingu inn í framhaldsskólakerfið, bakdyramegin. Það er nokkuð ljóst að þriggja ára stúdentsprófið nægir ekki til að hefja háskólanám nema í sumum greinum. Þar má sjá möguleika fyrir einkaaðila að hasla sér völl með viðbótarundirbúning undir háskólanám. Þetta væri í anda þess sem nýjasta stjarna Samtaka atvinnulífsins og Sjálfstæðisflokksins, pilsfaldakapítalistinn Margrét Pála Ólafsdóttir, sagði á síðasta ársfundi SA: „Leyfum kerfinu að sigla en mölvum út úr því.“ Það ætti ekki að koma neinum á óvart að menntamálaráðherra úr Sjálfstæðisflokknum beiti sér með þessum hætti í sínum málaflokki en það kemur á óvart að algjör pólitísk samstaða sé um þessar aðgerðir á Alþingi, þar hafa þær ekki einu sinni verið ræddar. Hver er stefna stjórnarandstöðunnar? Fram að þessu hefur hún þagað þunnu hljóði nema hvað imprað hefur verið á gagnrýni á niðurskurð til endurmenntunar og einstaka þingmenn hafa lýst áhyggjum sínum af litlu framhaldsskólunum, mest af ótta við að störf tapist úr héraði, að því er virðist. Voru þingmenn Vinstri grænna kosnir í síðustu kosningum svo lauma mætti einkavæðingu umorðalaust inn í framhaldsskólakerfið og þá jafnframt auka misrétti til náms, því undirbúningsnám af því tagi sem hér hefur verið nefnt verður væntanlega dýrt, voru þeir kosnir svo hindra mætti aðgengi íslenskra stúdenta að háskólanámi, voru þeir kosnir til að skera íslenska framhaldsskólann niður við trog? Spyr sá sem ekki veit.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar