Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 16. apríl 2015 10:00 „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku,“ segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“ Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
„Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Þetta skrifaði Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Starf hennar sem talmeinafræðings felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Spurð um ástæðu vandans segir hún að sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða sé svarið við spurningunni einfalt. „Börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku.“ Linda kveðst hafa orðið vör við vandann á sínu eigin heimili. „Sjálf er ég alin upp á heimili þar sem mikil rækt var lögð við íslensku. Pabbi var mikill bóka- og ljóðamaður og mamma krossgátukona. Ég hef lesið mikið fyrir börn mín en 11 ára sonur minn, sem er á kafi í tölvum, slettir ensku þegar hann er að segja mér frá atburðarás í tölvuleikjum. Ég fer þá í gegnum þetta með honum og bendi á hvað orðin heita á íslensku. Svo erum við líka með orðabanka ef hann skilur ekki erfið íslensk orð. Hugmyndina fékk ég þegar ég las bókina Amma biður að heilsa eftir Fredrik Backman. Þar er þýðing erfiðra orða skrifuð á blað og þau sett í krukku. Við höfum gert þetta á svipaðan hátt og búið til setningar með erfiðum orðum til að þetta festist frekar hjá honum.“Sjá einnig: Íslensk tunga í útrýmingarhættu Talmeinafræðingurinn segir að nú sé bersýnilega að koma í ljós það sem Eiríkur Rögnvaldsson prófessor hafi bent á. „Hann hefur vakið athygli á mikilvægi uppbyggingar íslenskrar máltækni fyrir íslenska tungu þar sem hversdagslíf okkar verði sífellt fyrir meiri áhrifum af tölvustýrðum tækjum og að þróunin sé sú að hægt verði að stýra tækjunum með tungumálinu, það er með því að tala við þau. Það er hægt að tala við tækin á íslensku með talgreini sem Google á en hann svarar á ensku. Ekki er víst að Google haldi talgreininum við á íslensku. Þegar Eiríkur lýsti því yfir að raunveruleg hætta væri á að íslenska yrði ekki til eftir 100 ár og vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar sem kom út 2012 hélt ég að þetta væri óþarfa vænisýki í honum. Ég var viss um að ekkert gæti grandað mínu ástkæra ylhýra. En þegar ég heyri son minn og félaga hans tala saman á ensku um tölvuleikina sem þeir eru í og verð vör við skort á þekkingu barna á þýðingu íslenskra orða sé ég betur að ekki er hægt að loka augunum fyrir hættunni verði ekkert að gert.“ Það er mat Lindu að foreldrar geti lagt sitt af mörkum með því að tala meira við börnin sín og lesa fyrir þau. „Við eigum það til sjálf að detta í tölvurnar og farsímana. En fyrst og fremst þurfum við að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar.“
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira