„Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Linda Björk Markúsardóttir skrifar 14. apríl 2015 07:00 Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.“ Sé þeim boðið að nefna hlutinn á ensku lætur svarið ekki á sér standa. Hvernig má þetta vera? Hvernig geta börn og unglingar sem eiga íslenska foreldra, eru fædd og uppalin hér og hafa alla tíð gengið í íslenska skóla ekki búið yfir íslenskum grunnorðaforða? Sé ekki um eiginlega málþroskaröskun að ræða er svarið við þessum spurningum einfalt: Tölvur og tækni. Nú fylgir tæknin móðurmjólkinni og börn og unglingar lifa og hrærast í heimi rafrænna samskipta sem fara nánast öll fram á ensku. Tölvur og símar „tala“ mjög takmarkaða íslensku og til hvers að brúka móðurmál skitinna 320.000 hræða þegar enskan opnar dyr allra samskipta upp á gátt? Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði, hefur löngum verið ötull talsmaður íslenskrar máltækni og mikilvægis uppbyggingar hennar fyrir íslenska tungu. Í þættinum Orðbragð, sem RÚV hefur haft til sýninga, lýsti Eiríkur því yfir að raunveruleg hætta væri á því að íslenska verði ekki til eftir 100 ár. Hann vísaði í skýrslu um stafræna stöðu íslenskunnar máli sínu til stuðnings en hún kom út árið 2012. Á þeim tímapunkti hélt ég að þetta væri nú óþarfa vænisýki í manninum, að ekkert fengi grandað mínu ástkæra ylhýra. Nú er annað bersýnilega að koma í ljós og ekki er lengur hægt að loka augunum fyrir hættunni á því að íslenskan deyi dauða sínum. Hvað er hægt að gera? Eigum við sem þjóð að halla okkur aftur í tölvustólunum, skerpa á enskunni og bíða þess sem verða vill? Eða eigum við ef til vill að beita okkur fyrir því að auknum fjármunum verði veitt í að efla stafræna stöðu íslenskunnar? Eigum við kannski að tala meira við börnin okkar, lesa fyrir þau og gera þeim grein fyrir mikilvægi þess fyrir okkur sem þjóð að íslenskan haldist á lífi? Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun