Allir fyrir einn og einn fyrir alla Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. apríl 2015 07:00 Heldur fjölgar við samningaborðið hjá Magnúsi Péturssyni ríkissáttasemjara, sem hér gengur til fundar, þegar Flóabandalagið bætist í hópinn. Fréttablaðið/Pjetur Flóabandalagið stefnir á að leggja fram árdegis í dag bréf um að kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins verði vísað til Ríkissáttasemjara. Til stóð að samþykkja þetta á fundi samninganefndar félaganna sem að bandalaginu standa í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð einnig til hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) að vísa deilunni til ríkissáttasemjara, en fundur sem haldinn var í deilunni í gærmorgun var árangurslaus. Félagsmenn stéttarfélagana sem að Flóanum standa; Eflingar stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagsins Hlífar, eru milli 17 og 18 þúsund talsins.Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, segir eitt skref tekið í einu og því ekki farið að huga að mögulegum verkfallsaðgerðum. „En ef ekki kemst fljótlega skriður á mál þá förum við að skoða okkar stöðu. Það er ekki langur tími til stefnu.“ Þá er í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær ákvörðun stjórnar HB Granda um 33 prósenta hækkun stjórnarlauna og ákvörðun um greiðslu 2,7 milljarða króna arðs úr fyrirtækinu sögð hafa sett alla framvindu kjaraviðræðna í uppnám. „Þetta er náttúrlega algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður, en Efling krefst þess að HB Grandi afturkalli ákvarðanir sínar.Kristján GuðmundssonKristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, tekur í sama streng. „Þetta setti allt á hvolf, herðir fólk og þjappar því saman um þær kröfur sem fram hafa verið settar. Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA, vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Kristján segir ljóst að ekki verði samið um neina frostpinna. „Við reiknum alveg með því að gengið verði að þeim greinum sem eru aflögufærar, en það þýðir ekki að við ætlum að skilja eftir þá hópa sem hvað lakast standa á vinnumarkaði. Þau verða ekki skilin eftir ofan í skítnum.“ Inntakið í kröfugerð félaganna segir hann hafa verið annað. „Í því eru allir fyrir einn og einn fyrir alla.“Þorsteinn VíglundssonFréttablaðið/gvaSA semja ekki um stjórnarlaun fyrirtækja „Við ákveðum hvorki né semjum um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu. Ákvörðun HB Granda um hækkun stjórnarlauna og greiðslu arðs hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður og er harðlega gagnrýnd af fulltrúum verkalýðsfélaga. Þorsteinn segist hins vegar ekki þekkja forsendurnar að baki ákvörðunum fyrirtækisins. „Rétt er þó að benda á að stjórnarlaun í HB Granda eru meðal þeirra lægstu sem þekkjast innan Kauphallarinnar,“ segir hann, en bætir um leið við að SA hafi hvatt stjórnendur til þess að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Flóabandalagið stefnir á að leggja fram árdegis í dag bréf um að kjaradeilu félaganna við Samtök atvinnulífsins verði vísað til Ríkissáttasemjara. Til stóð að samþykkja þetta á fundi samninganefndar félaganna sem að bandalaginu standa í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum blaðsins stóð einnig til hjá Samtökum atvinnulífsins (SA) að vísa deilunni til ríkissáttasemjara, en fundur sem haldinn var í deilunni í gærmorgun var árangurslaus. Félagsmenn stéttarfélagana sem að Flóanum standa; Eflingar stéttarfélags, Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis og Verkalýðsfélagsins Hlífar, eru milli 17 og 18 þúsund talsins.Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, segir eitt skref tekið í einu og því ekki farið að huga að mögulegum verkfallsaðgerðum. „En ef ekki kemst fljótlega skriður á mál þá förum við að skoða okkar stöðu. Það er ekki langur tími til stefnu.“ Þá er í tilkynningu sem Efling sendi frá sér í gær ákvörðun stjórnar HB Granda um 33 prósenta hækkun stjórnarlauna og ákvörðun um greiðslu 2,7 milljarða króna arðs úr fyrirtækinu sögð hafa sett alla framvindu kjaraviðræðna í uppnám. „Þetta er náttúrlega algjörlega siðlaust,“ segir Sigurður, en Efling krefst þess að HB Grandi afturkalli ákvarðanir sínar.Kristján GuðmundssonKristján Guðmundsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, tekur í sama streng. „Þetta setti allt á hvolf, herðir fólk og þjappar því saman um þær kröfur sem fram hafa verið settar. Þetta var þeirra versta mögulega útspil í stöðunni og tryggir okkur fullkomna samstöðu.“ Varðandi spurninguna um hvort staða sjávarútvegsins gefi tilefni til að sá geiri semji á öðrum nótum en lagt er upp með hjá SA, vísar Kristján til þess að áður fyrr hafi kjarasamningar afmarkast af getu sjávarútvegsins. „Þegar illa gekk í fiskinum þá hélt hann öðrum greinum niðri. En núna er peningur í hverjum sporði og lítur vel út með næsta ár. Og auðvitað ætlumst við þá til þess að þau í fiskinum stígi fram og geri vel við sitt fólk.“ Kristján segir ljóst að ekki verði samið um neina frostpinna. „Við reiknum alveg með því að gengið verði að þeim greinum sem eru aflögufærar, en það þýðir ekki að við ætlum að skilja eftir þá hópa sem hvað lakast standa á vinnumarkaði. Þau verða ekki skilin eftir ofan í skítnum.“ Inntakið í kröfugerð félaganna segir hann hafa verið annað. „Í því eru allir fyrir einn og einn fyrir alla.“Þorsteinn VíglundssonFréttablaðið/gvaSA semja ekki um stjórnarlaun fyrirtækja „Við ákveðum hvorki né semjum um stjórnarlaun í einstökum fyrirtækjum,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í samtali við fréttastofu. Ákvörðun HB Granda um hækkun stjórnarlauna og greiðslu arðs hefur hleypt illu blóði í kjaraviðræður og er harðlega gagnrýnd af fulltrúum verkalýðsfélaga. Þorsteinn segist hins vegar ekki þekkja forsendurnar að baki ákvörðunum fyrirtækisins. „Rétt er þó að benda á að stjórnarlaun í HB Granda eru meðal þeirra lægstu sem þekkjast innan Kauphallarinnar,“ segir hann, en bætir um leið við að SA hafi hvatt stjórnendur til þess að ganga á undan með góðu fordæmi til að stuðla að hóflegum launahækkunum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00 Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13 Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Deila Flóans og SA til ríkissáttasemjara Verkalýðsfélög Flóans ætlast til þess að sjávarútvegurinn geri vel við sitt fólk en aðrir verði ekki „skildir eftir ofan í skítnum“. Deilan komin til ríkissáttasemjara. 17. apríl 2015 07:00
Telja ákvörðun HB Granda blauta tuska framan í starfsmenn fyrirtækisins Stjórn Eflingar hefur sent frá sér ályktun eftir að í ljós kom að HB Grandi ákvað að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent. 16. apríl 2015 14:13
Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur. 17. apríl 2015 08:00