Kallar eftir nýrri þjóðarsátt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Bjarni Benediktsson segir skorta alla samstöðu og samhljóm í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Skapa þurfi breiða samstöðu. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Verkfall 2016 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“
Verkfall 2016 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fleiri fréttir „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni" Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Sjá meira