Sérstakur segir niðurstöðu Hæstaréttar hafa verið fyrirsjáanlega Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. apríl 2015 00:01 Allt Aurum-málið verður nú endurtekið í héraðsdómi þar sem dómsniðurstaðan hefur verið ómerkt vegna vanhæfis meðdómara. Fréttablaðið/Ernir Hæstiréttur féllst í gær á ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al Thani-málinu, en þeir eru bræður. Þetta þýðir að málið verður í heild sinni tekið aftur fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, kalla þarf öll vitni fyrir að nýju og svo framvegis. Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn dómari málsins skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar. Upp komst um ættartengslin í fjölmiðlum eftir uppkvaðningu héraðsdómsins. Aðspurður sagðist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki hafa vitað af ættartengslunum. Sverrir tjáði sig í kjölfarið í fjölmiðlum um að hann hefði upplýst dómsformanninn um skyldleikann og að hann tryði því ekki að saksóknari hefði ekki vitað af tengslunum. Hæstiréttur taldi ummæli Sverris í fjölmiðlum gefa tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Ólafur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Að sama skapi er það ekki gott þegar endanlegar niðurstöður í málum dragast á langinn. En það blasir núna við að málið fer aftur fyrir héraðsdóm og endurtaka þarf meðferðina þar,“ segir Ólafur Þór. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vonsvikinn. „Ég á satt að segja engin orð til að lýsa skoðun minni á þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir í þessu máli að meðdómarinn stóð í þeirri trú og hafði til þess fulla ástæðu, að orð reyndasta sakadómara landsins, dómsformannsins í málinu, að sérstakur saksóknari væri bara ekki að skýra rétt frá þegar hann kannaðist ekki við að hafa vitað af þessum tengslum. Afleiðingin af þessu er að fjórir menn sem voru sýknaðir í héraði, og áttu von á að fá enda í sín mál á næstu mánuðum, verða að bíða enn eitt árið eftir niðurstöðu í málinu. Minn skjólstæðingur í þessu máli, Jón Ásgeir, er nú þegar búinn að hafa réttarstöðu sakbornings í á þrettánda ár. Mér finnst þetta vera orðið bara alveg til vansa,“ segir Gestur.Orð meðdómarans í fjölmiðlum Í kvöldfréttum RÚV þann 9. júní 2014 var rætt við Sverri Ólafsson, meðdómara í Aurum-málinu, um ættartengsl hans og viðbrögð sérstaks saksóknara sem sagðist ekki hafa verið kunnugt um þau. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sekúndu að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar að trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir. Aurum Holding málið Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Hæstiréttur féllst í gær á ómerkingarkröfu ákæruvaldsins í Aurum-málinu svokallaða. Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafðist þess að héraðsdómur yrði ómerktur sökum ættartengsla Sverris Ólafssonar, sérfróðs meðdómanda í Aurum-málinu, við Ólaf Ólafsson, sem var á dögunum sakfelldur í Hæstarétti fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Al Thani-málinu, en þeir eru bræður. Þetta þýðir að málið verður í heild sinni tekið aftur fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, kalla þarf öll vitni fyrir að nýju og svo framvegis. Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Einn dómari málsins skilaði sératkvæði og taldi að sakfella ætti Lárus, Jón Ásgeir og Magnús Arnar. Upp komst um ættartengslin í fjölmiðlum eftir uppkvaðningu héraðsdómsins. Aðspurður sagðist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, ekki hafa vitað af ættartengslunum. Sverrir tjáði sig í kjölfarið í fjölmiðlum um að hann hefði upplýst dómsformanninn um skyldleikann og að hann tryði því ekki að saksóknari hefði ekki vitað af tengslunum. Hæstiréttur taldi ummæli Sverris í fjölmiðlum gefa tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Ólafur Þór segir í samtali við Fréttablaðið að niðurstaðan hafi verið fyrirsjáanleg. „Að sama skapi er það ekki gott þegar endanlegar niðurstöður í málum dragast á langinn. En það blasir núna við að málið fer aftur fyrir héraðsdóm og endurtaka þarf meðferðina þar,“ segir Ólafur Þór. Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, segist vonsvikinn. „Ég á satt að segja engin orð til að lýsa skoðun minni á þessari niðurstöðu. Það liggur fyrir í þessu máli að meðdómarinn stóð í þeirri trú og hafði til þess fulla ástæðu, að orð reyndasta sakadómara landsins, dómsformannsins í málinu, að sérstakur saksóknari væri bara ekki að skýra rétt frá þegar hann kannaðist ekki við að hafa vitað af þessum tengslum. Afleiðingin af þessu er að fjórir menn sem voru sýknaðir í héraði, og áttu von á að fá enda í sín mál á næstu mánuðum, verða að bíða enn eitt árið eftir niðurstöðu í málinu. Minn skjólstæðingur í þessu máli, Jón Ásgeir, er nú þegar búinn að hafa réttarstöðu sakbornings í á þrettánda ár. Mér finnst þetta vera orðið bara alveg til vansa,“ segir Gestur.Orð meðdómarans í fjölmiðlum Í kvöldfréttum RÚV þann 9. júní 2014 var rætt við Sverri Ólafsson, meðdómara í Aurum-málinu, um ættartengsl hans og viðbrögð sérstaks saksóknara sem sagðist ekki hafa verið kunnugt um þau. „Ég fór til dómarans, Guðjóns St. Marteinssonar, sagði honum frá tengslum mínum. Hann taldi að það væru ekki vandkvæði á því að ég tæki þetta að mér … Ég trúi því ekki í eina sekúndu að sérstakur saksóknari hafi ekki vitað af mínum tengslum strax í upphafi. Ef hann vissi ekki af mínum tengslum, þá ber það vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð. Mér finnst viðbrögð hans, sko, hæpin og mér finnst þetta bera vott um örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir. Og hann grípur til þeirra á erfiðum tímum þegar að trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum,“ sagði Sverrir.
Aurum Holding málið Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira