Lífhagkerfið, leið til sjálfbærni Sigrún Elsa Smáradóttir skrifar 1. maí 2015 07:00 Lífhagkerfi (e. Bioeconomy) er sá hluti hagkerfisins sem byggir á lífrænum, sjálfbærum og endurnýtanlegum auðlindum sem finna má í hafi, fersku vatni, á landbúnaðarsvæðum, í skóglendi eða í óbyggðum. Grunnatvinnugreinar eins og sjávarútvegur og landbúnaður eru þannig hluti af lífhagkerfinu en ofan á þær byggjast afleiddar atvinnu- og þjónustugreinar eins og t.d. matvælavinnsla, framleiðsla sem byggir á líftækni, skapandi greinar, dreifikerfi og rannsóknir. Efling lífhagkerfisins Til að stuðla að eflingu lífhagkerfisins er mikilvægt að unnið sé þvert á mismunandi atvinnugreinar og að horft sé á hliðarafurðir úr einni atvinnugrein sem mögulegan hráefnastraum inn í aðra. Einnig þurfa ákveðnar grunnstoðir að vera fyrir hendi í samfélaginu, nýtingin þarf að vera sjálfbær þannig að auðlindirnar séu í raun endurnýtanlegar, mikilvægt er að framboð á menntun sé við hæfi auk þess sem tryggja þarf nýsköpunarhæfni samfélagsins, ekki hvað síst þeirra svæða sem liggja að lífauðlindum. Í dag byggir hagkerfi heimsins í ríkum mæli á olíuvinnslu, ekki bara til jarðefnaeldsneytisframleiðslu heldur er olíuvinnsla einnig undirstaða efnaiðnaðar. Olíuauðlindir eru endanlegar auðlindir sem munu klárast auk þess sem notkun þeirra hefur neikvæð umhverfisáhrif. Litið er til lífhagkerfisins til að leysa af hólmi hagkerfi sem byggir á olíuvinnslu og færast þannig í átt til hagkerfis sem byggir á sjálfbærri nýtingu endurnýtanlegra auðlinda. Rannsókna- og nýsköpunaráherslur Á Íslandi spilar nýting lífrænna auðlinda, einkum sjávartengdra auðlinda, stærra hlutverk í hagkerfinu en víða annars staðar. Þegar litið er til norrænna, evrópskra og annarra svæðisbundinna eða alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunaráætlana er ljóst að sífellt aukin áhersla er á lífhagkerfið. Þessi aukna alþjóðlega áhersla á lífhagkerfið opnar tækifæri fyrir Ísland til breiðrar þátttöku í rannsóknum og nýsköpun með það að markmiði að auka verðmætasköpun og efla íslenska lífhagkerfið. Mikilvægt er því að nýta tækifærið og að íslenskar rannsókna- og nýsköpunaráherslur styðji þessa þróun svo að sem mest samlegðaráhrif náist á þessu sviði. Stórar áskoranir Ástæða þess að lífhagkerfið og efling þess er svo áberandi í alþjóðlegum áætlunum er að viðgangur, styrking og framþróun í lífhagkerfinu er eitt helsta svar mannkyns við þeim stóru áskorunum sem það sendur frammi fyrir. Þetta á við um fæðu- og matvælaöryggi fyrir sífellt fleiri jarðarbúa. Einnig til að sporna við og aðlagast hlýnun jarðar, útskiptingu jarðefnaeldsneytis og útskiptingu efna sem unnin eru úr olíu í dag. Einnig má segja að efling lífhagkerfisins geti spilað stórt hlutverk þegar kemur að byggðaþróun og íbúasamsetningu í dreifðum byggðum sem liggja að lífauðlindum. Auk þess að vera lykillinn að því að auka viðnámsþrótt vistkerfa við áföllum hvort sem um er að ræða eldgos, flóð eða fellibyli og við skipulag land- og hafsvæða. Aukin verðmætasköpun Nýsköpun í lífhagkerfinu felst í verðmætaaukningu og nýtingu alls hráefnis sem til fellur við vinnslu þvert á geira, með framleiðslu á hliðarafurðum og/eða verðmætari vörum úr þegar nýttu hráefni. Hún getur falist í bættum vinnslu-, kæli- og flutningsferlum sem auka nýtingu og gæði vöru. Nýsköpunin getur einnig falist í beitingu og þróun nýrrar tækni til að einangra og vinna ýmis efni til iðnaðarframleiðslu úr lífrænum hráefnum í stað olíu. Í þessu sambandi er sérstaklega horft til nýtingar lífræns úrgangs, vannýttra auðlinda eins og t.d. þangs og þara og aukinnar ræktunar til dæmis á þörungum, bakteríum eða sveppum. Auk þess geta veruleg tækifæri falist í erfðafræðilegri sérstöðu lífvera á tilteknum svæðum, þar eru hitakærar bakteríur í íslenskum hverum gott dæmi en þær má m.a. nýta til framleiðslu á hitaþolnum ensímum sem nýtast í ýmsum iðnaði. Drifkraftar Þó verðmætaaukning sé dregin hér sérstaklega fram sem mikilvægur drifkraftur eru einnig aðrir mikilvægir þættir sem hvetja til framþróunar í lífhagkerfinu. Þar má nefna svæðisbundið fæðuöryggi sem byggir ekki einungis á nægri matvælaframleiðslu heldur einnig á því að svæði séu sjálfbjarga um nauðsynleg hráefni til matvælaframleiðslu eins og fóður og áburð. Einnig má líta á jákvæð áhrif á byggðarþróun sem drifkraft, þar sem t.d uppbygging líftækniiðnaðar sem kallar á nálægð við lífauðlindir getur aukið framboð starfa fyrir menntað fólk í dreifðum byggðum. Umhverfisáhrif og sjálfbær nýting til að tryggja varanleika lífrænna auðlinda verður að sjálfsögðu alltaf útgangspunktur við framþróun lífhagkerfisins. Lífauðlindir eru og verða íslensku samfélagi mikilvægar, efling lífhagkerfisins hefur verið og mun verða einn mikilvægast þátturinn í að viðhalda og auka hagsæld á Íslandi til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Sigrún Elsa Smáradóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lífhagkerfi (e. Bioeconomy) er sá hluti hagkerfisins sem byggir á lífrænum, sjálfbærum og endurnýtanlegum auðlindum sem finna má í hafi, fersku vatni, á landbúnaðarsvæðum, í skóglendi eða í óbyggðum. Grunnatvinnugreinar eins og sjávarútvegur og landbúnaður eru þannig hluti af lífhagkerfinu en ofan á þær byggjast afleiddar atvinnu- og þjónustugreinar eins og t.d. matvælavinnsla, framleiðsla sem byggir á líftækni, skapandi greinar, dreifikerfi og rannsóknir. Efling lífhagkerfisins Til að stuðla að eflingu lífhagkerfisins er mikilvægt að unnið sé þvert á mismunandi atvinnugreinar og að horft sé á hliðarafurðir úr einni atvinnugrein sem mögulegan hráefnastraum inn í aðra. Einnig þurfa ákveðnar grunnstoðir að vera fyrir hendi í samfélaginu, nýtingin þarf að vera sjálfbær þannig að auðlindirnar séu í raun endurnýtanlegar, mikilvægt er að framboð á menntun sé við hæfi auk þess sem tryggja þarf nýsköpunarhæfni samfélagsins, ekki hvað síst þeirra svæða sem liggja að lífauðlindum. Í dag byggir hagkerfi heimsins í ríkum mæli á olíuvinnslu, ekki bara til jarðefnaeldsneytisframleiðslu heldur er olíuvinnsla einnig undirstaða efnaiðnaðar. Olíuauðlindir eru endanlegar auðlindir sem munu klárast auk þess sem notkun þeirra hefur neikvæð umhverfisáhrif. Litið er til lífhagkerfisins til að leysa af hólmi hagkerfi sem byggir á olíuvinnslu og færast þannig í átt til hagkerfis sem byggir á sjálfbærri nýtingu endurnýtanlegra auðlinda. Rannsókna- og nýsköpunaráherslur Á Íslandi spilar nýting lífrænna auðlinda, einkum sjávartengdra auðlinda, stærra hlutverk í hagkerfinu en víða annars staðar. Þegar litið er til norrænna, evrópskra og annarra svæðisbundinna eða alþjóðlegra rannsókna- og nýsköpunaráætlana er ljóst að sífellt aukin áhersla er á lífhagkerfið. Þessi aukna alþjóðlega áhersla á lífhagkerfið opnar tækifæri fyrir Ísland til breiðrar þátttöku í rannsóknum og nýsköpun með það að markmiði að auka verðmætasköpun og efla íslenska lífhagkerfið. Mikilvægt er því að nýta tækifærið og að íslenskar rannsókna- og nýsköpunaráherslur styðji þessa þróun svo að sem mest samlegðaráhrif náist á þessu sviði. Stórar áskoranir Ástæða þess að lífhagkerfið og efling þess er svo áberandi í alþjóðlegum áætlunum er að viðgangur, styrking og framþróun í lífhagkerfinu er eitt helsta svar mannkyns við þeim stóru áskorunum sem það sendur frammi fyrir. Þetta á við um fæðu- og matvælaöryggi fyrir sífellt fleiri jarðarbúa. Einnig til að sporna við og aðlagast hlýnun jarðar, útskiptingu jarðefnaeldsneytis og útskiptingu efna sem unnin eru úr olíu í dag. Einnig má segja að efling lífhagkerfisins geti spilað stórt hlutverk þegar kemur að byggðaþróun og íbúasamsetningu í dreifðum byggðum sem liggja að lífauðlindum. Auk þess að vera lykillinn að því að auka viðnámsþrótt vistkerfa við áföllum hvort sem um er að ræða eldgos, flóð eða fellibyli og við skipulag land- og hafsvæða. Aukin verðmætasköpun Nýsköpun í lífhagkerfinu felst í verðmætaaukningu og nýtingu alls hráefnis sem til fellur við vinnslu þvert á geira, með framleiðslu á hliðarafurðum og/eða verðmætari vörum úr þegar nýttu hráefni. Hún getur falist í bættum vinnslu-, kæli- og flutningsferlum sem auka nýtingu og gæði vöru. Nýsköpunin getur einnig falist í beitingu og þróun nýrrar tækni til að einangra og vinna ýmis efni til iðnaðarframleiðslu úr lífrænum hráefnum í stað olíu. Í þessu sambandi er sérstaklega horft til nýtingar lífræns úrgangs, vannýttra auðlinda eins og t.d. þangs og þara og aukinnar ræktunar til dæmis á þörungum, bakteríum eða sveppum. Auk þess geta veruleg tækifæri falist í erfðafræðilegri sérstöðu lífvera á tilteknum svæðum, þar eru hitakærar bakteríur í íslenskum hverum gott dæmi en þær má m.a. nýta til framleiðslu á hitaþolnum ensímum sem nýtast í ýmsum iðnaði. Drifkraftar Þó verðmætaaukning sé dregin hér sérstaklega fram sem mikilvægur drifkraftur eru einnig aðrir mikilvægir þættir sem hvetja til framþróunar í lífhagkerfinu. Þar má nefna svæðisbundið fæðuöryggi sem byggir ekki einungis á nægri matvælaframleiðslu heldur einnig á því að svæði séu sjálfbjarga um nauðsynleg hráefni til matvælaframleiðslu eins og fóður og áburð. Einnig má líta á jákvæð áhrif á byggðarþróun sem drifkraft, þar sem t.d uppbygging líftækniiðnaðar sem kallar á nálægð við lífauðlindir getur aukið framboð starfa fyrir menntað fólk í dreifðum byggðum. Umhverfisáhrif og sjálfbær nýting til að tryggja varanleika lífrænna auðlinda verður að sjálfsögðu alltaf útgangspunktur við framþróun lífhagkerfisins. Lífauðlindir eru og verða íslensku samfélagi mikilvægar, efling lífhagkerfisins hefur verið og mun verða einn mikilvægast þátturinn í að viðhalda og auka hagsæld á Íslandi til framtíðar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun