VR, LÍV og Flói eru saman í aðgerðum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. maí 2015 07:00 Á leið í land. Ljóst er að þjónusta við ferðamenn raskast mikið komi til verkfalla VR, LÍV og Flóabandalagsins. Fyrstu aðgerðir snerta hópbifreiðafyrirtæki, 28. og 29. maí. Fréttablaðið/GVA Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall.. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Verkfallsaðgerðir VR, aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna (LÍV) og Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK) hefjast að óbreyttu 28. þessa mánaðar. Í tilkynningu sem félögin sendu frá sér í gær kemur fram að atkvæðagreiðslu um aðgerðirnar eigi að ljúka ekki síðar en 20. maí. Fram kemur að félögin hafi verið samningslaus í tvo mánuði og enn hilli ekki undir nýjan kjarasamning. Þau vísuðu deilum sínum til ríkissáttasemjara 17. apríl, en viðræður voru árangurslausar og var þeim slitið undir lok apríl. „Á grundvelli 15. greinar laga númer 80 frá 1938 boða félögin nú til atkvæðagreiðslu um verkföll á félagssvæðum sínum.“Ólafía B. RafnsdóttirÍ tilkynningunni, sem Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, Guðbrandur Einarsson, formaður LÍV, og Sigurður Bessason, formaður Eflingar, skrifa undir, segir að ákvörðun um vinnustöðvun sé ekki auðveld og verkfallsvopninu aldrei beitt nema í ýtrustu neyð. „En viðbrögð atvinnurekenda gagnvart sanngjörnum kröfum okkar eru slík að við eigum engra annarra kosta völ. Atvinnurekendur hafa ekki sýnt vilja til að koma viðræðum í þann farveg að þær skili árangri. Þær aðgerðir sem við greiðum nú atkvæði um eru þannig eina leið okkar til að knýja á um breytingar.“ Forsvarsmenn félaganna segjast telja að stuðningur við fyrirhugaðar aðgerðir sé víðtækur og almennur meðal félagsmanna. „Markmið okkar er ekki að valda tjóni, heldur leggja áherslu á þær kröfur að jafnræði ríki meðal launafólks í íslensku samfélagi.“ Ekki verði unað við þá stefnu sem ríki og sveitarfélög hafi markað í kjaramálum og valdi auknum ójöfnuði. „Þessi stefna hefur valdið misvægi í kaupmætti hópa launafólks. Við þetta verður ekki unað.“ Farið er fram á leiðréttingu kjara félagsmanna sem lagt hafi sitt af mörkum við gerð síðustu kjarasamninga og sýnt ábyrgð. „Við öxlum hins vegar ekki ein ábyrgð á stöðugleika á vinnumarkaði. Það dugar skammt að lýsa yfir góðæri, ef ávinningar stöðugleika eiga einungis að falla í skaut atvinnurekenda en launafólki verði einungis skammtaðar lágmarkshækkanir,“ segir í bréfi formannanna. Byrjað verður á vinnustöðvunum í tilteknum atvinnugreinum á félagasvæði VR, LÍV og Flóabandalagsins á tímabilinu 28. maí til og með 5. júní. Frá og með 6. júní hefst svo ótímabundið allsherjarverkfall..
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent