Öryggi sjúklinga ekki tryggt Sveinn Arnarson skrifar 9. maí 2015 10:00 Landspítalinn Undanþágubeiðnum sem lagðar hafa verið fyrir Félag geislafræðinga hefur flestum verið hafnað. Forstjórinn er óánægður með stöðuna og segir öryggi sjúklinga ótryggt á spítalanum. Fréttablaðið/Pjetur Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“ Verkfall 2016 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, óttast um öryggi sjúklinga spítalans í verkfallsaðgerðum BHM. Verkfall félagsmanna fjögurra aðildarfélaga BHM sem starfa á spítalanum hefur nú staðið í þrjátíu og þrjá daga og ekki sér fyrir endann á deilunni. Páll gagnrýnir Félag geislafræðinga harðlega og segir undanþágunefnd félagsins ekki láta læknisfræðilegt mat ráða för þegar undanþágubeiðnir eru metnar hjá félaginu. „Á Landspítala má búast við sveiflum í starfseminni og því ríður á að læknisfræðilegt mat sé forsenda undanþága frá verkföllum. Þetta hefur að mestu gengið eftir hér, þó með þeirri undantekningu að Landspítali hefur gert alvarlegar athugasemdir við afgreiðslu undanþágubeiðna Félags geislafræðinga. Mikilvægt er að þeir hnökrar sem orðið hafa þar leysist strax, það má ekki dragast,“ segir Páll. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir ekki koma til greina að setja lög á verkföll eins og staðan er í dag en gagnrýnir einnig undanþágunefnd geislafræðinga. „Læknar óska ekki eftir undanþágum nema í algjörum undantekningartilvikum því þeir virða rétt stétta til að fara í verkföll. Það er skilningur hjá okkur fyrir því að reyna að gera verkfallið sem léttbærast fyrir okkar allra veikustu einstaklinga,“ segir Kristján Þór. „Verkfall af þessu tagi hefur veruleg áhrif á starfsemi spítalans,“ segir Páll. „Ljóst þykir að áhrifin eru umtalsvert meiri og alvarlegri en af nýyfirstöðnu læknaverkfalli. Yfirstandandi verkfall, sérstaklega geislafræðinga sem eru í ótímabundnu verkfalli, hefur valdið verulegum áhrifum á meðferð sjúklinga,“ segir Páll. Fresta hefur þurft fjölda skurðaðgerða, þúsundum rannsókna og hundruð koma sjúklinga á dag- og göngudeildir hafa fallið niður vegna verkfalls BHM. Ekkert miðar áfram í kjaradeilunni. Deilan skapar mikil og alvarleg vandræði á sjúkrahúsum landsins og er staðan orðin hrikaleg að mati Gunnars Bjarna Ragnarssonar, yfirlæknis á krabbameinsdeild Landspítalans. Páll Halldórsson, formaður BHM, segist vonast til að sjá einhver spil á næsta fundi BHM með samninganefnd ríkisins. „Næsti fundur er settur á mánudaginn. Síðasta fundi var slitið með þeim orðum að ekki yrði boðað til nýs fundar fyrr en ríkið hefði eitthvað fram að færa á fundinum. Hins vegar veit ég ekkert hvaða spil það eru sem ríkið mun leggja á borðið og það verður bara að koma í ljós,“ sagði Páll. Páll Matthíasson segir vinnuaðstæður á Landspítalanum grafalvarlegar og mikið liggja við. Líklegt er að sjúklingar bíði skaða af verkfallsaðgerðum BHM. „Hvað meðferð krabbameinssjúkra varðar þá er staðfest að tafir hafa orðið í lyfjameðferðum, biðlistar fyrir geislameðferðir hafa lengst fram úr hófi og rof hefur orðið í meðferð sjúklinga. Niðurstaða okkar helstu sérfræðinga er að mikil hætta sé á því að krabbameinssjúklingar í rannsóknum, meðferð eða eftirliti á Landspítala geti orðið fyrir skaða.“
Verkfall 2016 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira