Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2015 07:00 Beðið niðurstöðu Félagsdóms um lögmæti ótímabundins verkfalls hjá Fjársýslunni. VÍSIR/ERNIR Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent