Meta stöðuna eftir skýrslu landlæknis um áhrif aðgerða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. maí 2015 07:00 Beðið niðurstöðu Félagsdóms um lögmæti ótímabundins verkfalls hjá Fjársýslunni. VÍSIR/ERNIR Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“ Verkfall 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Landlæknir kannar nú áhrif verkfallanna á heilbrigðiskerfi landsins og skilar samkvæmt heimildum blaðsins ríkisstjórninni skýrslu um stöðu mála í vikunni. Styðjast eigi við þau gögn við mat á því hvort grípa eigi til lagasetningar á verkfall BHM.Páll HalldórssonVÍSIR/STEFÁN„Ég óttast ekki að ríkið setji lög á verkfallið,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM „Ég geng út frá því að það verði samið og að þær viðurkenndu leikreglur samfélagsins verði virtar og að menn klári þetta með samningum,“ segir Páll og bætir við að síðast hafi fundi lokið með fororði um að þegar næst yrði boðað til fundar hefði ríkið eitthvað fram að færa. „Fyrst sáttasemjari boðar til fundar í dag þá er líklega eitthvað nýtt á borðinu.“ Úrskurð Félagsdóms í gærkvöldi um að ekki hafi verið með réttum hætti tilkynnt um verkfall Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hjá Fjársýslu ríkisins og ótímabundið verkfall þeirra frá og með deginum í dag því ólögmætt, segir Páll engu breyta um þá stöðu sem uppi sé. „Verkfall stendur enn yfir og mikilvægt er að ná samningum sem fyrst.“Gunnar BjörnssonVísir/Egill AðalsteinssonGunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, segir ekki Pál að ákveða hvort eitthvað nýtt komi fram að hálfu samninganefndar ríkisins. „Að ekki yrði fundur nema ríkið hefði eitthvað fram að færa er túlkun Páls á síðasta fundi, en sáttasemjari orðaði það ekki þannig,“ segir hann og kveðst mæta bjartsýnn til fundar. Um leið segist hann vona að BHM komi með eitthvað nýtt að borðinu. „Það þurfa báðir að leggja sitt af mörkum. Það þarf tvo til að semja.“Vigdís HauksdóttirVÍSIR/GVAEkkert liggur hins vegar enn fyrir um skattkerfisbreytingar sem ríkið leggur fram til að liðka fyrir samningum. „Það er búið að vera spjall í gangi við aðila vinnumarkaðarins og ríkisins. Ég get þó ekki staðfest neitt fast og það er ekkert sem ég get sagt frá,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar þingsins, ekkert heyrt um slíkar áætlanir. „Það má þó ekki gera neinar breytingar á skattakerfinu nema þingið komi að því eftir stjórnskipun okkar.“
Verkfall 2016 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira