Ekki tala saman Guðmundur Steingrímsson skrifar 12. maí 2015 07:00 Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Það er mjög mikilvægt að tala ekki mikið við annað fólk. Annað fólk getur verið annarrar skoðunar en maður sjálfur. Ef annað fólk hefur rétt fyrir sér, þá þarf maður að breyta öllu sem maður hefur ákveðið. Það er vesen. Ég held að tilhneigingin til þess að nálgast mannlífið svona sé rót margra vandamála hér á landi. Það er skoðun Bjartrar framtíðar að flest mál sé hægt að leysa með því að tala saman. Krafa um samráð í stjórnmálum hefur verið rauður þráður í málflutningi okkar frá stofnun. „Þið viljið bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. En lífið er ekki Dýrin í Hálsaskógi!“ Á þennan hátt hefur krafa Bjartrar framtíðar oft verið léttvæg fundin. Það er ekki á nokkurn hátt krafa okkar að fólk sé vinir. Fólk má vera óvinir. Við gerum hins vegar þá kröfu, að fólk – bæðir vinir og óvinir – líti á það sem skyldu sína í siðmenntuðu samfélagi að tala saman. Við viljum að fólk reyni sífellt, í sameiningu, að finna álitlegar leiðir til lausnar á vandamálum og koma í veg fyrir hörmungar. Í stjórnmálum er þessi krafa einstaklega mikilvæg. Þar er verið að sýsla með hag almennings og framtíð barna okkar. Hvað ætli samráðsleysið sem ríkir í samfélaginu núna kosti? Ástæða þess að Björt framtíð boðar samráð er ekki sú að við séum hippar. Hún er þessi: Samráðsleysi og botnlausar deilur leiða til sóunar á tíma, hæfileikum og peningum. Alþingi er dæmi um þetta og það sem meira er: Íslenskt samfélag í heild sinni er um þessar mundir átakanlegur vitnisburður um þann gríðarlega kostnað sem langvarandi samráðsleysi hefur í för með sér. Það eru verkföll úti um allt. Stálin stinn mætast með óheyrilegum skaða fyrir samfélagið. Því miður. Hvernig gerðist þetta? Aðrar þjóðir hafa náð að höndla deilur um kaup og kjör með miklu farsælli hætti en við. Hvernig er hægt að stýra svona velmegunarsamfélagi út í þvílíkar ógöngur? Mér finnst svarið blasa við: Með þvermóðsku. Stífni. Einræðistilburðum. Svikum. Skætingi. Dylgjum. Með því að tala ekki saman. Höldum því áfram, endilega. Ekkert fjandans Dýrin í Hálsaskógi.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar