200 tonn föst í tolli Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. vísir/valli Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur. Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur.
Verkfall 2016 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira