Legið yfir tillögum á öllum vígstöðvum Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. maí 2015 07:00 Umtalsverð harka er í kjaradeilum og verkfallsaðgerðir í gangi. Hér mæta Páll Halldórsson og félagar hans í BHM í Félagsdóm um helgina þar sem hluti aðgerða háskólamenntaðra var sleginn af. Fréttablaðið/Ernir kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar. Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
kjaramál Fulltrúar nær allra stóru stéttarfélaganna sem í vinnudeilum eiga funduðu með viðsemjendum sínum í Karphúsinu í gær. „Við hittum ríkið og lögðum fram okkar viðbrögð við hluta af því sem það setti fram,“ segir Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna, en í röðum hans félagsmanna eru þeir sem lengst hafa verið í verkfalli, frá 7. apríl. Núna segir Páll að samninganefnd ríkisins fari yfir það sem BHM hafi haft fram að færa, án þess að fara nánar út í hvað fari mönnum á milli við samningaborðið. Hann neitar því þó ekki að enn beri heilmikið í milli deiluaðila. „En viðræður eru í það minnsta í gangi og það er meira en hefur verið hægt að segja um nokkurn tíma. Að því leytinu til eru fréttirnar jákvæðar.“ Páll segir hins vegar ekki í kortunum að lagt verði fram tilboð til allra stéttarfélaga, hvort heldur sem um er að ræða á opinbera eða almenna vinnumarkaðnum. „Það mun ekki leysa þetta starf. Þetta er svo mismunandi að ekki verður búin til nein lausn fyrir almenna og opinbera markaðinn, alla vega ekki fyrir okkur. Ég held að það sé bara of flókið mál.“ Næsti fundur í kjaradeilu BHM og ríkisins segir Páll að sé boðaður á föstudag.Þá virðist hreyfing á viðræðum á almenna markaðnum, þótt að sögn Sigurðar Bessasonar, formanns Eflingar og talsmanns Flóabandalagsins, sé enn talsvert langt í land áður en kjarasamningar nást. Flóabandalagið og VR, ásamt LÍV (Landssambandi íslenzkra verzlunarmanna) funduðu með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) í gærmorgun. Eftir þann fund sagði Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, að hreyfing væri komin á mál. „Það er í sjálfu sér bara ánægjuefni að menn skuli vera sestir niður og taka þessa umræðu en ég held að menn eigi töluvert langt í land áður en menn hafa hér einhvern mótaðan kjarasamning á borðinu. Þetta eru eingöngu fyrstu skref sem menn eru að taka,“ segir Sigurður við fréttastofu í gær. Flóabandalagið leggist nú yfir útreikninga á þeim hugmyndum sem SA hafi haft fram að færa á fundinum. Þar til því sé lokið geti hann lítið tjáð sig um tillögurnar, en næsti fundur í deilunni er árdegis í dag.Drífa Snædal„Það er mjög lítið að frétta,“ sagði svo Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins (SGS), eftir fund samninganefndar með SA síðdegis í gær. „Þetta voru mest vangaveltur og lítið sem hönd á festir.“ Hún segist telja að SA viðri svipaðar hugmyndir við SGS og Flóabandalagið. Ekki hafði verið settur tími fyrir næsta samningafund í deilunni og átti Drífa frekar von á að ríkissáttasemjari myndi boða til hans. Næstu verkfallsaðgerðir SGS eru boðaðar 19. og 20. þessa mánaðar.
Verkfall 2016 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira