Kíktu í kökuveislu, röltu rúntinn og farðu á stofutónleika Magnús Guðmundsson skrifar 16. maí 2015 08:30 Nýjabrum í stofunni Hér er tæpt á nokkru af því fjölmarga sem er á döfinni um helgina og vonandi getur það hjálpað einhverjum til þess að finna eitthvað sem gleður og lyftir andanum í dagsins önn og amstri. Ekki er verra að hafa í huga að á hátíðinni er fjöldi viðburða ókeypis og margir þeirra eru einmitt tilgreindir hér. Svo nú er bara að setja kaffi á brúsa, smyrja nokkrar samlokur og skella sér af stað. Góða skemmtun.OG kökuveisla Laugardaginn er tilvalið að byrja kl. 13 í Nýlistasafninu í Reykjavík og er aðgangur ókeypis. Í verkinu OG býður Steinunn Gunnlaugsdóttir í fjöruga kökuveislu í Nýlistasafninu, þar sem alræmd hugtök halda uppi góða skapinu og gómsæt samtenging verður á boðstólum. Kökuveislan hefst stundvíslega kl. 13 og stendur eingöngu yfir í 30 mínútur en eftirmálar gjörningsins verða til sýnis til 7.júní. Athugaðu að Nýlistasafnið er í Völvufelli 13-21 og þaðan er tilvalið að taka strætó eða bruna í miðborgina í meiri skemmtilegheit. Í Nýlistasafninu er líka sýningin Vorverk eftir Kristínu Helgu Káradóttur. Þar fangar listakonan komu vorsins með tilheyrandi togstreitu við hið innra og hið ytra.Furðuveröld Lísu, ævintýraheimur óperunnar.Röltu rúntinn Eitt það skemmtilegasta við Listahátíðina í Reykjavík í ár er aukin virkni smærri sýningarrýma. Í Gallery Gamma í Garðastrætinu er einstaklega áhugaverð sýning á verkum listakonunnar Dorothy Iannone sem alla tíð hefur storkað viðmiðum ríkjandi menningar í listsköpun sinni og lífssýn. Á síðustu árum hafa verið haldnar yfirlitssýningar á verkum hennar, m.a. í New Museum í New York og Berlinische Galerie í Berlín og nú er hún komin til Reykjavíkur. Á Frakkastígnum er líka skemmtileg sýning. Þar sýna stór nöfn í íslenskri myndlist útisýningu í portinu við Frakkastíg 9, á húsveggjum og í garðinum. Kosningaþátttaka kvenna í 100 ár er viðfangsefnið í bráðskemmtilegri sýningu í brakandi fersku lofti. Í Týsgalleríi er sýningin Holning eftir Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttir og Hulda Hákon sýnir hjá Tveimur hröfnum. Í Hverfisgalleríi er Ásdís Sif Gunnarsdóttir að sýna myndbandsverkið Misty Rain – á mörkum kvikmyndar og vídeó-innsetningar. Í heimahúsi að Þingholtsstræti 27 gefur að líta sýninguna Í tíma og ótíma. Þar sýna fimm listamenn í íbúð sameiginlegrar vinkonu. Á Listasafni ASÍ gefur svo að líta sýninguna Frenjur og fórnarlömb, konur um konur, svo af nógu er að taka og það kostar ekkert á ofangreindar sýningar. Einnig er tilvalið að huga að sýningunni Furðuveröld Lísu, ævintýraheimur óperunnar – verkefni í vinnslu á Listasafni Einars Jónssonar. Sýningin er innblásin af nýrri óperu eftir John A. Speight tónskáld og Böðvar Guðmundsson rithöfund. Aðgangseyrir er 2.000 kr.Vocal – RúríRúrí Rúrí er án efa einn fremsti myndlistarmaður okkar Íslendinga. Verk hennar er að finna í opinberum söfnum og einkasöfnum víða um heim og og útiverk hennar hafa mörg hver verið áberandi bæði hér heima og í Svíþjóð og á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Í dag, laugardag, kl. 18 í Norðurljósasal Hörpu verður nýr gjörningur eftir Rúrí sem hún kallar Lindur – Vocal VII. Verkið er stórt í sniðum og hluti af gjörningaröð hennar Vocal sem hún hefur sýnt víða um heim. Aðgangseyrir er 2.900 kr. og ætti þeim að vera vel varið enda spennandi verk hér á ferðinni.Eða á sunnudaginn Athugaðu að sumt af því sem er í boði í dag verður ekki endilega opið á morgun, kannaðu því málið á vef Listahátíðar, listahatid.is, áður en þú leggur af stað. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er líka ókeypis sýning sem verður opnuð á sunnudaginn og kallast Verksummerki. Sýning sem fjallar um huglægar og nærgöngular tilhneigingar í íslenskri samtímaljósmyndun.Utan Reykjavíkur Það eru líka viðburðir utan Reykjavíkur. Í Gerðarsafni í Hamraborginni í Kópavogi er merkileg samsýning íslenskra listamanna þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem má finna í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Í Kópavogskirkju á laugardaginn kl. 16 er á ferðinni vídeó- og tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý. Sérstaklega saminn í tilefni sýningarinnar Birting í Gerðarsafni. Það er vart hægt að halda því fram að maður sé ekki í bænum þegar maður er í Kópavogi en með Listasafn Árnesinga gegnir öðru máli. Þar verður opnuð í dag sýningin Geymar þar sem gestum er boðið að ganga inn í myndheim Sirru. Allar þessar sýningar eiga það sameiginlegt að það kostar ekkert inn.Sunnudagssæla Á sunnudagseftirmiðdag er tilvalið að taka frá tíma fyrir tónleikana Nýjabrum í stofunni að Óðinsgötu 7, fjórðu hæð til hægri. Tónskáldin Daníel Bjarnason, Haukur Tómasson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa öll samið tónverk á árinu sem verða flutt á tónleikum á einkaheimili á Óðinsgötu með útsýni yfir Kvosina. Aðgangseyrir er 3.900 krónur og um að gera að tryggja sér miða í tíma því stofan tekur vart endalaust við. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hér er tæpt á nokkru af því fjölmarga sem er á döfinni um helgina og vonandi getur það hjálpað einhverjum til þess að finna eitthvað sem gleður og lyftir andanum í dagsins önn og amstri. Ekki er verra að hafa í huga að á hátíðinni er fjöldi viðburða ókeypis og margir þeirra eru einmitt tilgreindir hér. Svo nú er bara að setja kaffi á brúsa, smyrja nokkrar samlokur og skella sér af stað. Góða skemmtun.OG kökuveisla Laugardaginn er tilvalið að byrja kl. 13 í Nýlistasafninu í Reykjavík og er aðgangur ókeypis. Í verkinu OG býður Steinunn Gunnlaugsdóttir í fjöruga kökuveislu í Nýlistasafninu, þar sem alræmd hugtök halda uppi góða skapinu og gómsæt samtenging verður á boðstólum. Kökuveislan hefst stundvíslega kl. 13 og stendur eingöngu yfir í 30 mínútur en eftirmálar gjörningsins verða til sýnis til 7.júní. Athugaðu að Nýlistasafnið er í Völvufelli 13-21 og þaðan er tilvalið að taka strætó eða bruna í miðborgina í meiri skemmtilegheit. Í Nýlistasafninu er líka sýningin Vorverk eftir Kristínu Helgu Káradóttur. Þar fangar listakonan komu vorsins með tilheyrandi togstreitu við hið innra og hið ytra.Furðuveröld Lísu, ævintýraheimur óperunnar.Röltu rúntinn Eitt það skemmtilegasta við Listahátíðina í Reykjavík í ár er aukin virkni smærri sýningarrýma. Í Gallery Gamma í Garðastrætinu er einstaklega áhugaverð sýning á verkum listakonunnar Dorothy Iannone sem alla tíð hefur storkað viðmiðum ríkjandi menningar í listsköpun sinni og lífssýn. Á síðustu árum hafa verið haldnar yfirlitssýningar á verkum hennar, m.a. í New Museum í New York og Berlinische Galerie í Berlín og nú er hún komin til Reykjavíkur. Á Frakkastígnum er líka skemmtileg sýning. Þar sýna stór nöfn í íslenskri myndlist útisýningu í portinu við Frakkastíg 9, á húsveggjum og í garðinum. Kosningaþátttaka kvenna í 100 ár er viðfangsefnið í bráðskemmtilegri sýningu í brakandi fersku lofti. Í Týsgalleríi er sýningin Holning eftir Bryndísi Hrönn Ragnarsdóttir og Hulda Hákon sýnir hjá Tveimur hröfnum. Í Hverfisgalleríi er Ásdís Sif Gunnarsdóttir að sýna myndbandsverkið Misty Rain – á mörkum kvikmyndar og vídeó-innsetningar. Í heimahúsi að Þingholtsstræti 27 gefur að líta sýninguna Í tíma og ótíma. Þar sýna fimm listamenn í íbúð sameiginlegrar vinkonu. Á Listasafni ASÍ gefur svo að líta sýninguna Frenjur og fórnarlömb, konur um konur, svo af nógu er að taka og það kostar ekkert á ofangreindar sýningar. Einnig er tilvalið að huga að sýningunni Furðuveröld Lísu, ævintýraheimur óperunnar – verkefni í vinnslu á Listasafni Einars Jónssonar. Sýningin er innblásin af nýrri óperu eftir John A. Speight tónskáld og Böðvar Guðmundsson rithöfund. Aðgangseyrir er 2.000 kr.Vocal – RúríRúrí Rúrí er án efa einn fremsti myndlistarmaður okkar Íslendinga. Verk hennar er að finna í opinberum söfnum og einkasöfnum víða um heim og og útiverk hennar hafa mörg hver verið áberandi bæði hér heima og í Svíþjóð og á Ítalíu svo eitthvað sé nefnt. Í dag, laugardag, kl. 18 í Norðurljósasal Hörpu verður nýr gjörningur eftir Rúrí sem hún kallar Lindur – Vocal VII. Verkið er stórt í sniðum og hluti af gjörningaröð hennar Vocal sem hún hefur sýnt víða um heim. Aðgangseyrir er 2.900 kr. og ætti þeim að vera vel varið enda spennandi verk hér á ferðinni.Eða á sunnudaginn Athugaðu að sumt af því sem er í boði í dag verður ekki endilega opið á morgun, kannaðu því málið á vef Listahátíðar, listahatid.is, áður en þú leggur af stað. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er líka ókeypis sýning sem verður opnuð á sunnudaginn og kallast Verksummerki. Sýning sem fjallar um huglægar og nærgöngular tilhneigingar í íslenskri samtímaljósmyndun.Utan Reykjavíkur Það eru líka viðburðir utan Reykjavíkur. Í Gerðarsafni í Hamraborginni í Kópavogi er merkileg samsýning íslenskra listamanna þar sem unnið er út frá steindum gluggum Gerðar Helgadóttur (1928-1975) sem má finna í Skálholtskirkju, Kópavogskirkju og víðar. Í Kópavogskirkju á laugardaginn kl. 16 er á ferðinni vídeó- og tónlistargjörningurinn Doríon eftir Doddu Maggý. Sérstaklega saminn í tilefni sýningarinnar Birting í Gerðarsafni. Það er vart hægt að halda því fram að maður sé ekki í bænum þegar maður er í Kópavogi en með Listasafn Árnesinga gegnir öðru máli. Þar verður opnuð í dag sýningin Geymar þar sem gestum er boðið að ganga inn í myndheim Sirru. Allar þessar sýningar eiga það sameiginlegt að það kostar ekkert inn.Sunnudagssæla Á sunnudagseftirmiðdag er tilvalið að taka frá tíma fyrir tónleikana Nýjabrum í stofunni að Óðinsgötu 7, fjórðu hæð til hægri. Tónskáldin Daníel Bjarnason, Haukur Tómasson og María Huld Markan Sigfúsdóttir hafa öll samið tónverk á árinu sem verða flutt á tónleikum á einkaheimili á Óðinsgötu með útsýni yfir Kvosina. Aðgangseyrir er 3.900 krónur og um að gera að tryggja sér miða í tíma því stofan tekur vart endalaust við.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira