Ekkert samráð: „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum“ Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Sæmundur Freyr Árnason skrifa 16. maí 2015 12:00 Formenn félaga launamanna vilja almennileg tilboð. Vísir/Pjetur Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún. Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Starfsgreinasamband Íslands, SGS, er ekki að slá af kröfum sínum þótt ákveðið hafi verið að fresta fyrirhuguðu tímabundnu verkfalli tíu þúsund félagsmanna aðildarfélaga þess sem boðað hafði verið 19. og 20. maí og ótímabundnu verkfalli frá 26. maí. Þetta segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS. Næstu aðgerðir eru nú boðaðar 28. og 29. maí og svo ótímabundið frá 6. júní verði ekki samið fyrir þann tíma. „Við erum bara að gefa Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með eitthvað almennilegt tilboð til þess að það verði hægt að klára þessa samninga. Þetta þýðir ekki að við séum að slá af. Við veitum frest og skorum á SA að nýta hann. Þetta er gert til að veita umþóttunartíma.“ Spurður hvort Starfsgreinasambandið sé með þessu einnig að reyna að verða samferða VR, Landssambandi íslenskra verslunarmanna og Flóabandalaginu í aðgerðum segir Björn: „Það yrði auðvitað meiri þungi þegar kannski 80 þúsund manns fara í verkfall á sama tíma en það var ekki endilega pælt í því þegar við vorum að taka þessa ákvörðun.“björn SnæbjörnssonBjörn segir boltann vera hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Næsti samningafundur SGS og SA hefur verið boðaður á mánudaginn. Fundur BHM og samninganefndar ríkisins í gær breytti litlu, að sögn Páls Halldórssonar, formanns samninganefndar Bandalags háskólamanna, BHM. „Við komumst voða lítið á þeim fundi. Við erum enn að ræða saman en alls ekkert að klára eitt eða neitt.“ Páll nefnir að bæði sé verið að fást við upphæðir og kerfi. „Kerfið getur aldrei tekið mið af samningum annarra. Þeir geta ekki verið að bíða eftir samningum við aðra. Við leggjum ríka áherslu á að ná fram samningi sem hentar okkur og við viljum koma þeim viðræðum almennilega í gang.“páll halldórssonfréttablaðið/stefánNæsti fundur BHM og samninganefndar ríkisins verður á mánudag. VR og Flóabandalagið luku átta klukkustunda fundi samninganefnda félaganna í gær. „Við vorum að ræða saman um hvort það væri hægt að vinna með eitthvað í tilboðum SA,“ segir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR. „Við erum enn að tala saman og munum halda áfram fundarlotunni á sunnudaginn.“ Aðspurð segir Ólafía að frestun á verkfalli Starfsgreinasambandsins hafi ekki verið til að stilla saman strengi með verkfallsaðgerðum annarra verkalýðsfélaga. „Ég frétti bara af þessu í fjölmiðlum í morgun,“ segir hún.
Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira