Trúin á tímum hnattvæðingarinnar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. maí 2015 07:00 Erfitt er að gera sér í hugarlund öllu tilgangslausara deiluefni en Guð; það er eins og að ætla sér að grípa vindinn og sýna í eitt skipti fyrir öll: sko, sjáðu, svona lítur hann út. Eðli málsins samkvæmt er sannleikurinn um Guð ekki háður sérleyfum. Alheimssálin – hinn mikli eilífi andi – lífsaflið – frumorsökin: uppruni, eðli og tilgangur lífsins á jörðinni – allt er þetta sveipað dul og mennirnir nota ótal ólíkar aðferðir við að tengjast þessum leyndardómi: táknsögur, bænahald, tilbeiðslusiði, hugljómun – já og list. Öll slík viðleitni, hverju nafni sem hún nefnist, er virðingar verð svo fremi hún misbjóði ekki öðrum. Trúariðkun er í eðli sínu innhverf og hljóðlát, einkaleg reynsla, hvað sem líður öllum þeim óskiljanlega hávaða út af trúmálum sem dynur á okkur dægrin löng. Og er rifrildi þar sem aldrei fæst niðurstaða.Fjölgyðistrú á okkar dögum Trúnni verður ekki úthýst úr mannlegu samfélagi; því sannfærðari sem ráðamenn í andlegum og veraldlegum efnum verða um að nú sé hún liðin undir lok, þeim mun margefldari snýr hún jafnan aftur – og aftur og aftur. Hnattvæðingunni fylgir meira nábýli hugmynda en áður þekktist í mannlegri tilveru, jafnvel núningur, og ólíkar aðferðir tíðkast hlið við hlið við að ákalla æðri mátt. Internetið verður varla lagt niður alveg í bráð og straumur hugmynda og fólks liggur í allar áttir, fram og til baka, eins og vera ber. Eitt mikilvægasta úrlausnarefni okkar daga er að finna leiðir til að þetta nána sambýli geti gengið; fá einn hóp til að viðurkenna tilverurétt annars – leiða saman í stað þess að stía í sundur, virða í stað þess að sýna óvirðingu, iðka samtal. Það er ekki hægt að vera andvígur fjölmenningu nú á dögum. Sambýli ólíkra hópa er staðreynd. Vert er að muna að þetta er ekki nýtt sambýli: á miðöldum bjuggu saman í heimsborgum á borð við Miklagarð (Konstantínópel) ótal ólíkar þjóðir með ólík trúarbrögð og nærðust af því sambýli. Og Íslendingar mættu á svæðið; þar á meðal Þorsteinn drómundur, bróðir Grettis Ásmundarsonar, sem söng sig inn í hjarta hefðarkonu og út úr fangelsi eftir að hafa hefnt bróður síns. Listamaður og gæfumaður. Þó að islam, gyðingdómur og kristni séu allt mismunandi útgáfur af eingyðistrúarbrögðum má eiginlega segja að nútímasamfélag einkennist af nokkurs konar fjölgyðistrú, eins og tíðkaðist til forna hjá norrænum mönnum, sem kusu sér til áheita ýmist Freyju eða Óðin, Þór eða Njörð, og má ímynda sér að grunnt hafi oft verið á því góða þarna á milli. Þannig er þessu háttað nú á dögum: við veljum okkur afbrigði af kristnum sið – eða heiðnum – erum búddistar, taóistar, múslimar og guð má vita hvað, eða blöndum jafnvel saman alls konar ólíku goðmagni sem við þykjumst skynja. Fyrir utan hið fræga „eitthvað“ sem Íslendingar segja alltaf að „sé þarna“. Bókstafstrú er eitthvert ömurlegasta og furðulegasta böl mannkynsins á okkar dögum þegar mannkynið ætti með réttu að njóta góðs af þeirri þekkingu sem það hefur aflað sér á lögmálum lífs og náttúru; þekkingin ætti að vera móðir víðsýninnar og umburðarlyndisins (sem er dyggð, hvað sem hver segir) en samt er það svo, í byrjun 20. aldar að trúarbragðadeilur og jafnvel styrjaldir geisa og fátt sem virðist geta valdið jafn miklum deilum. Bókstafstrú er andstæða sannrar trúar; hún er hæfileikaleysið til að skynja og skilja sjálfa líkinguna í trúartáknmálinu. Allt er tekið á orðinu og annaðhvort trúað bókstaflega eða afsannað bókstaflega.Hinn verðugi fulltrúi Inn í þetta samhengi kemur framlag Íslands í Feneyjatvíæringsins í ár, innsetning svissneska listamannsins Christoph Büchel (hann er raunar líka virkur þátttakandi í blómlegu listalífi Seyðisfjarðar). Hann hefur komið mosku fyrir í afhelgaðri kirkju, og vekur margs konar kenndir að sögn, lotningu og hrifningu, jafnt sem ótta og andstöðu. Christoph veður ótrauður beint inn á viðkvæmt svæði í evrópskri umræðu og hugmyndalífi – beint inn í mesta æsinginn. Til að ögra? Já já. Vekja athygli? Já já. Það er nú einu sinni eitt hlutverk listamanna að gera það. Snýst þetta um aflagða kristni og vaknandi islam? Ekki endilega – kannski allt eins hitt: að knýja áhorfandann til að horfa á og hugleiða og upplifa þetta svið mannlegrar tilveru; trúræknina; draga fram hugrenningar um helgi og afhelgun, hús Guðs og hús mannsins, ólíkar birtingarmyndir guðdómsins og líkar, ólíkar leiðir við tilbeiðsluna – og líkar. Og leiða fram það sem sameinar ekki síður en hitt sem sundrar; efla skilning, samkennd og vinarþel, draga úr fordómum, skapa fegurð og friðsæld úr ólgu og æsingi. Sem sé: Svissneskur fulltrúi Íslands á Ítalíu að skapa list sem á sér uppruna í arabískri trúariðkun. Öllu fjölþjóðlegra verður það nú naumast. Þetta gerir list: hún skekkir og ýkir; hún ýtir hlutum út úr gefnu samhengi sínu og setur í nýtt, sýnir þá staka á sínum stalli þar sem þeir geta ljómað. Er Christoph Büchel verðugur fulltrúi Íslands? Já já. Er hann íslenskur listamaður? Ég hef ekki hugmynd um það, veit eiginlega ekki hvað þarf að uppfylla til að svo sé. Er enginn íslenskur listamaður verðugur fulltrúi Íslands, eins og Goddur þrumaði úr stólnum í Djöflaeyjunni um daginn? Auðvitað ekki. Það verður seint sagt að þessi mikli áhrifamaður í myndlistarheiminum hafi hagað máli sínu í anda þess verks sem hann vildi verja; skilnings og samtals. Hann stóð þarna í púlti sínu og úthúðaði, skammaðist og reifst, og má þar með segja að Goddur hafi, hvað sem öðru líður, komið þarna fram sem verðugur fulltrúi íslenskrar umræðuhefðar og þar með Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Erfitt er að gera sér í hugarlund öllu tilgangslausara deiluefni en Guð; það er eins og að ætla sér að grípa vindinn og sýna í eitt skipti fyrir öll: sko, sjáðu, svona lítur hann út. Eðli málsins samkvæmt er sannleikurinn um Guð ekki háður sérleyfum. Alheimssálin – hinn mikli eilífi andi – lífsaflið – frumorsökin: uppruni, eðli og tilgangur lífsins á jörðinni – allt er þetta sveipað dul og mennirnir nota ótal ólíkar aðferðir við að tengjast þessum leyndardómi: táknsögur, bænahald, tilbeiðslusiði, hugljómun – já og list. Öll slík viðleitni, hverju nafni sem hún nefnist, er virðingar verð svo fremi hún misbjóði ekki öðrum. Trúariðkun er í eðli sínu innhverf og hljóðlát, einkaleg reynsla, hvað sem líður öllum þeim óskiljanlega hávaða út af trúmálum sem dynur á okkur dægrin löng. Og er rifrildi þar sem aldrei fæst niðurstaða.Fjölgyðistrú á okkar dögum Trúnni verður ekki úthýst úr mannlegu samfélagi; því sannfærðari sem ráðamenn í andlegum og veraldlegum efnum verða um að nú sé hún liðin undir lok, þeim mun margefldari snýr hún jafnan aftur – og aftur og aftur. Hnattvæðingunni fylgir meira nábýli hugmynda en áður þekktist í mannlegri tilveru, jafnvel núningur, og ólíkar aðferðir tíðkast hlið við hlið við að ákalla æðri mátt. Internetið verður varla lagt niður alveg í bráð og straumur hugmynda og fólks liggur í allar áttir, fram og til baka, eins og vera ber. Eitt mikilvægasta úrlausnarefni okkar daga er að finna leiðir til að þetta nána sambýli geti gengið; fá einn hóp til að viðurkenna tilverurétt annars – leiða saman í stað þess að stía í sundur, virða í stað þess að sýna óvirðingu, iðka samtal. Það er ekki hægt að vera andvígur fjölmenningu nú á dögum. Sambýli ólíkra hópa er staðreynd. Vert er að muna að þetta er ekki nýtt sambýli: á miðöldum bjuggu saman í heimsborgum á borð við Miklagarð (Konstantínópel) ótal ólíkar þjóðir með ólík trúarbrögð og nærðust af því sambýli. Og Íslendingar mættu á svæðið; þar á meðal Þorsteinn drómundur, bróðir Grettis Ásmundarsonar, sem söng sig inn í hjarta hefðarkonu og út úr fangelsi eftir að hafa hefnt bróður síns. Listamaður og gæfumaður. Þó að islam, gyðingdómur og kristni séu allt mismunandi útgáfur af eingyðistrúarbrögðum má eiginlega segja að nútímasamfélag einkennist af nokkurs konar fjölgyðistrú, eins og tíðkaðist til forna hjá norrænum mönnum, sem kusu sér til áheita ýmist Freyju eða Óðin, Þór eða Njörð, og má ímynda sér að grunnt hafi oft verið á því góða þarna á milli. Þannig er þessu háttað nú á dögum: við veljum okkur afbrigði af kristnum sið – eða heiðnum – erum búddistar, taóistar, múslimar og guð má vita hvað, eða blöndum jafnvel saman alls konar ólíku goðmagni sem við þykjumst skynja. Fyrir utan hið fræga „eitthvað“ sem Íslendingar segja alltaf að „sé þarna“. Bókstafstrú er eitthvert ömurlegasta og furðulegasta böl mannkynsins á okkar dögum þegar mannkynið ætti með réttu að njóta góðs af þeirri þekkingu sem það hefur aflað sér á lögmálum lífs og náttúru; þekkingin ætti að vera móðir víðsýninnar og umburðarlyndisins (sem er dyggð, hvað sem hver segir) en samt er það svo, í byrjun 20. aldar að trúarbragðadeilur og jafnvel styrjaldir geisa og fátt sem virðist geta valdið jafn miklum deilum. Bókstafstrú er andstæða sannrar trúar; hún er hæfileikaleysið til að skynja og skilja sjálfa líkinguna í trúartáknmálinu. Allt er tekið á orðinu og annaðhvort trúað bókstaflega eða afsannað bókstaflega.Hinn verðugi fulltrúi Inn í þetta samhengi kemur framlag Íslands í Feneyjatvíæringsins í ár, innsetning svissneska listamannsins Christoph Büchel (hann er raunar líka virkur þátttakandi í blómlegu listalífi Seyðisfjarðar). Hann hefur komið mosku fyrir í afhelgaðri kirkju, og vekur margs konar kenndir að sögn, lotningu og hrifningu, jafnt sem ótta og andstöðu. Christoph veður ótrauður beint inn á viðkvæmt svæði í evrópskri umræðu og hugmyndalífi – beint inn í mesta æsinginn. Til að ögra? Já já. Vekja athygli? Já já. Það er nú einu sinni eitt hlutverk listamanna að gera það. Snýst þetta um aflagða kristni og vaknandi islam? Ekki endilega – kannski allt eins hitt: að knýja áhorfandann til að horfa á og hugleiða og upplifa þetta svið mannlegrar tilveru; trúræknina; draga fram hugrenningar um helgi og afhelgun, hús Guðs og hús mannsins, ólíkar birtingarmyndir guðdómsins og líkar, ólíkar leiðir við tilbeiðsluna – og líkar. Og leiða fram það sem sameinar ekki síður en hitt sem sundrar; efla skilning, samkennd og vinarþel, draga úr fordómum, skapa fegurð og friðsæld úr ólgu og æsingi. Sem sé: Svissneskur fulltrúi Íslands á Ítalíu að skapa list sem á sér uppruna í arabískri trúariðkun. Öllu fjölþjóðlegra verður það nú naumast. Þetta gerir list: hún skekkir og ýkir; hún ýtir hlutum út úr gefnu samhengi sínu og setur í nýtt, sýnir þá staka á sínum stalli þar sem þeir geta ljómað. Er Christoph Büchel verðugur fulltrúi Íslands? Já já. Er hann íslenskur listamaður? Ég hef ekki hugmynd um það, veit eiginlega ekki hvað þarf að uppfylla til að svo sé. Er enginn íslenskur listamaður verðugur fulltrúi Íslands, eins og Goddur þrumaði úr stólnum í Djöflaeyjunni um daginn? Auðvitað ekki. Það verður seint sagt að þessi mikli áhrifamaður í myndlistarheiminum hafi hagað máli sínu í anda þess verks sem hann vildi verja; skilnings og samtals. Hann stóð þarna í púlti sínu og úthúðaði, skammaðist og reifst, og má þar með segja að Goddur hafi, hvað sem öðru líður, komið þarna fram sem verðugur fulltrúi íslenskrar umræðuhefðar og þar með Íslands.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun