Aldraðir og öryrkjar fái líka 300 þúsund Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Öryrkjar og aldraðir benda á að samkvæmt lögum eigi lífeyrir að taka mið af launaþróun, þó þannig að greiðslur hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. fréttablaðið/pjetur „Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur. Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur.
Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira