Bjartsýni á boðað frumvarp um höft Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2015 11:15 Búast má við að Alþingi sitji lengur fram á sumarið en áætlað var þar sem fjármálaráðherra boðar frumvarp um afnám gjaldeyrishafta. vísir/gva „Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
„Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Sjá meira
Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00