Kristín aftur valin í landsliðið eftir átta ára fjarveru Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. maí 2015 07:30 Kristín Guðmundsdóttir í leik með Val í Laugardalshöllinni í vetur. Vísir/Vilhelm Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007. Íslenski handboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Kristín Guðmundsdóttir átti frábæra viku þar sem hún var fyrst kosin besta handboltakona Olís-deildarinnar og svo valin aftur í A-landsliðið eftir átta ára fjarveru. „Þetta var rosalega gaman fyrir gamla kerlingu,“ segir Kristín í léttum tón þegar Fréttablaðið heyrði í henni. „Það er allt annar hugsunarháttur hjá mér í dag en fyrir tíu árum og fyrir tuttugu árum. Það er gaman að prófa þetta núna. Ég er ótrúlega stolt af því að vera valin og finnst þetta vera forréttindi. Ég hugsaði ekkert um það þegar ég var yngri að þetta væru forréttindi,“ segir Kristín. „Þetta kom mér mjög á óvart. Mér hefur samt fundist það tvisvar til þrisvar sinnum síðustu átta ár að ég hefði alveg mátt vera þarna,“ segir Kristín hreinskilin. „Það halda margir að ég sé að spila miklu betur en áður en þetta snýst svolítið um hlutverkið. Hlutverkið mitt í gamla daga var eins og hlutverkið mitt í vetur. Ég átti bara að vera í skyttu og skjóta hundrað sinnum til að skora tíu í hverjum leik. Þannig var hlutverkið mitt þegar ég var ung,“ segir Kristín og útskýrir frekar. „Eftir að ég byrjaði að spila með Hröbbu (Hrafnhildur Skúladóttir) þá var ég meira á miðjunni með það hlutverk að stjórna leiknum, setja upp kerfi, gefa á línu og stilla upp fyrir Hröbbu. Fólk sér síður hvað þú gerir fyrir liðið fyrir utan að skora mörk. Þess vegna heldur fólk alltaf að ég sé að spila þúsund sinnum betur en þeir sem þekkja mig og þeir sem eru að þjálfa mig vita alveg hvað ég geri þótt ég sé ekki að skora mörkin,“ segir Kristín sem skoraði 7,8 mörk í leik í vetur. „Það er fínt að öxlin er heit. Ég er alltaf að glíma við mikil axlarmeiðsli en þegar maður er búin að nota hana mikið þá verður hún betri. Ég hlýt að geta skotið eitthvað,“ segir Kristín. Leikmenn deildarinnar völdu hana leikmann ársins í vetur. „Ég bjóst engan veginn við þessu á HSÍ-hófinu og fór eiginlega bara upp á svið með tárin í augunum. Það eru leikmennirnir í deildinni sem velja mann og þetta hefur því mikla þýðingu. Ég er líka örugglega sú elsta sem hefur verið valin og það voru ekki bara tíu þjálfarar sem voru að velja þetta heldur allar stelpurnar í deildinni,“ sagði Kristín. „Það kom mér rosalega á óvart enda hafði ég aldrei farið upp á svið öll þessi ár. Ég hafði aldrei verið valin eitt eða neitt. Þetta var svolítið extra fyrir mig. Sumir fara þarna upp á hverju einasta ári og finnst það ekkert merkilegt en fyrir mig var þetta ótrúlega gaman,“ segir Kristín. Kristín segir að Ágúst Jóhannsson sé ekki að velja hana af því að hún var valin besti leikmaður mótsins. Hún sé fengin til að hjálpa til að leysa fjarveru Karenar Knútsdóttur. „Ég hleyp ekkert inn í byrjunarliðið enda eru þarna nokkrar sem hafa verið þarna í mörg ár. Vonandi get ég eitthvað hjálpað til hvort sem það er innan vallar eða utan hans. Ég veit að ég get líka hjálpað til á bekknum því það er fullt sem ég get sagt við þær og hrósað þeim fyrir þegar maður er ekki lengur unglingur inn í skelinni,“ segir Kristín og hún bíður spennt eftir því að sína sig og sanna í fyrsta landsleiknum sínum frá árinu 2007.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hákon um markið: Hann sá mig ekki en heyrði í mér Fótbolti Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Enski boltinn Hákon tryggði Lille jafntefli á Westfalenstadion Fótbolti Declan Rice eftir sjö marka kvöld: Höfum verið að spila svona allt tímabilið Fótbolti Benoný Breki áfram á skotskónum Enski boltinn Brahim Diaz tryggði Real Madrid sigur á nágrönnunum Fótbolti Arsenal menn í miklu markastuði í Hollandi Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Handbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira