Samtök ferðaþjónustunnar ánægð með úthlutun til ferðamannastaða Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. maí 2015 07:00 Helga Árnadóttir Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því. Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tæplega 850 milljónum hefur verið úthlutað til brýnna verkefna á ferðamannastöðum. Ráðist verður í 104 verkefni á 51 stað á landinu. Ellefu þeirra staða fá yfir tuttugu milljónir hver. „Íslensk náttúra hefur lagt grunninn að öflugri ferðaþjónustu, sem nú skapar meiri gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið en nokkur önnur atvinnugrein,“ segir í tilkynningu á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í gær. Í tilkynningunni segir enn fremur að ráðist sé í þessar aðgerðir til að stemma stigu við mikilli ásókn ferðamanna á viðkvæma staði í náttúrunni og til þess að gera ferðaþjónustuna sem öflugasta. Þeir staðir sem mest fá eru Skaftafell, sem fær 160 milljónir, og Þingvellir, sem fá 156,5 milljónir. Aðrir staðir fá mun minna. Dimmuborgir eru í þriðja sæti og fá 38,5 milljónir. Samtals hljóta þeir ellefu staðir sem mest fá rúmlega 605 milljónir en það er um 71 prósent heildarfjármagnsins. Auk staðanna sem fjármagn fá til umbóta verður 21 milljón varið til landvörslu um allt land.Verkefnin sem ráðist verður í eru af ýmsum toga. Megináhersla er þó lögð á framkvæmdir vegna göngustíga, útsýnispalla, bílastæða og salernisaðstöðu. Fjármagnið mun renna til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða en sjóðurinn mun annast umsýslu og eftirlit með verkefnaáætluninni. Tekjur af gistináttagjaldi eru ekki inni í þessari tölu segir Ingvar Pétur Guðbjörnsson, aðstoðarmaður Ragnheiðar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heldur munu þær koma til viðbótar við hana. Heildarupphæð til ferðaþjónustunnar mun þannig vera rúmur milljarður króna. „Á næstu árum verður ráðist í enn frekari umbætur á vinsælum ferðamannastöðum í eigu og umsjón ríkisins með það að markmiði að bæta þar skipulag og aðgengi þannig að staðirnir þoli vel þann fjölda sem þangað sækja,“ segir í tilkynningunni. Undirbúningur fyrir frekari umbætur er þegar hafinn.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.„Við fögnum þessari úthlutun svo sannarlega. Hún undirstrikar og er ákveðin viðurkenning á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið. Það er einnig ánægjulegt að horft sé til staða víðs vegar um landið og eru fjölmörg verkefni þarna undir,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Það er einnig jákvætt og eftirtektarvert að menn séu að horfa til langrar framtíðar með áætlanir um enn frekari uppbyggingu í ferðaþjónustunni,“ bætir Helga við. Umhverfisstofnun tekur í sama streng og segist fagna skrefi ríkisstjórnarinnar til að koma í veg fyrir frekari skaða á náttúru Íslands. Umhverfisstofnun segir í tilkynningu sinni mikilvægt að hafa í huga að ferðamenn vilji sjá óspillta náttúru og að verkefnin sem ráðist verður í stuðli að því.
Ferðamennska á Íslandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir 850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
850 milljónum varið til uppbyggingar á ferðamannastöðum um landið Mestu fé verður varið í uppbyggingu í Skaftafelli og á Þingvöllum. 26. maí 2015 13:55