Finnst skemmtilegast í utanvegahlaupum Jón Hákon Haldórsson skrifar 27. maí 2015 10:00 Tómas Þór og eiginkona hans eiga fjögur börn. Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann. Wow Cyclothon Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Tómas Þór Eiríksson tekur við starfi framkvæmdastjóra Codland í byrjun júní. Hann hefur verið sérfræðingur í fyrirtækjaráðgjöf hjá Virðingu síðastliðið ár og hefur víðtæka reynslu og menntun á sviði stjórnunar. „Þetta var mjög hraður aðdragandi, mér leist mjög vel á fyrirtækið og þá hugmyndafræði sem verið er að vinna eftir,“ segir Tómas Þór þegar hann er spurður út í aðdragandann að ráðningu hans. Erla Pétursdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri Codlands, mun taka við starfi gæða- og þróunarstjóra Vísis. Tómas Þór er alinn upp í Grindavík og þekkir vel til starfa í sjávarútvegi. „Ég byrjaði ellefu ára að rífa upp úr fiskikörum. Ég hef prófað flestar stöður í sjávarútvegi nema að fara á skrifstofuna,“ segir Tómas sem hefur unnið á netabát, ísfisksbát og frystitogara. Tómas Þór segir að það sé stefna Codlands að auka nýtingu á þorski. Margir aðilar séu að vinna mjög spennandi starf. „Við viljum vinna að því áfram, bæði sjálf og með öðrum, að auka verðmætin. Við höfum komist lengst með það að vinna kollagen úr roðinu og slógverksmiðju á Reykjanesi,“ segir Tómas Þór. Tómas Þór á stóra fjölskyldu sem hann segir að taki mestan tíma sinn utan vinnunnar. En hann á líka fjölmörg áhugamál. „Ég er mikið í því að hreyfa mig,“ segir hann og bætir því við að hann hlaupi mikið. „Núna hef ég aðeins verið að prófa mig áfram í hjólreiðunum og er að fara með vinum og kunningjum hringinn í kringum landið í WOW cyclothon,“ bætir hann við. Hann segir að það hafi verið rætt að fá nokkra Spánverja með í liðið. „Þeir komust því miður ekki þetta árið, en þeir eru búnir að lofa næsta,“ segir Tómas og bendir jafnframt á að Spánverjar séu miklir hjólamenn. Tómas hljóp hálfmaraþon þegar hann bjó í Barcelona og var í námi þar. „Mér hefur fundist skemmtilegast hér heima í utanvegahlaupum, til dæmis þegar ég hljóp Laugaveginn eða Jökulsárhlaupið,“ segir hann. Eiginkona Tómasar heitir Sonja Björk Elíasdóttir og eiga þau fjögur börn á aldrinum 5 til 21 árs. „Við eigum stelpu sem er nýorðin fimm ára og strák sem er að verða átta ára núna í júní. Síðan eigum við stelpu sem lést árið 2011 og hún var tólf ára þá. Og við eigum eina sem er að útskrifast úr Verzló og er 21 árs,“ segir hann.
Wow Cyclothon Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur