Konur um konur Magnús Guðmundsson skrifar 30. maí 2015 10:30 Átta konur fara með hlutverk í sýningu í óperunni sem er mikið sjónarspil. Mynd/Tiina Tahvanainen Magnus Maria ópera um rétt kyn, eftir Karolínu Eiríksdóttur og Katarinu Gädnäs í leikstjórn Suzanne Osten, verður flutt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Í óperunni er sögð sönn saga sænskrar tónlistarkonu frá 17. öld í Svíþjóð. Suzanne Osten er á meðal þekktari leikstjóra Svíþjóðar. Um áraraðir hefur hún getið sér gott orð fyrir bæði leiksýningar og kvikmyndir, auk þess að gegna stöðu prófessors í leikstjórn við Dramatiska Institudet í Stokkhólmi. Það er því mikið ánægjuefni að fá loks til Íslands sýningu eftir Suzanne Osten en næstkomandi miðvikudagskvöld verður í Þjóðleikhúsinu Magnus Maria, ópera um rétt kyn. Ný ópera með tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta Katarinu Gädnäs. Suzanne segir að hér sé á ferðinni einstök saga sem eigi mikið erindi til okkar í dag og að verkefnið hafi allt verið sérstaklega skemmtilegt. „Óperan fjallar um konu að nafni Maria Johansson sem fæddist á Álandseyjum en draumur hennar var að starfa sem tónlistarmaður í Stokkhólmi. Þar sem hún var kona þá komst hún lítið áleiðis en tók þá að koma fram í karlmannsfötum undir nafninu Magnus. Ferillinn tók kipp og Magnus varð fljótt eftirsóttur á meðal ungra kvenna. Það sem leiddi þó til þess að allt fór til fjandans var að hún lofaði að kvænast ungri konu til þess að reyna að fá frið fyrir kvenhyllinni. Hún var ákærð fyrir að villa á sér heimildir og það er ágætt að hafa í huga að á þessum tíma voru nornabrennur í Svíþjóð. Það er rétt að láta það svo eftir áhorfendum á miðvikudagskvöldið að komast að því hvernig fer.“Leikstjórinn Suzanne Osten á að baki magnaðan feril sem leikstjóri bæði á sviði og í kvikmyndum. Mynd/Tiina TahvanainenKonur syngja og stjórna Óperan var frumflutt á síðasta ári á Álandseyjum og hefur alls staðar hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Átta konur fara með hlutverk í óperunni en enginn karl. Með hlutverkin fara þær Ásgerður Júníusdóttir, Hillevi Berg Niska, Lisa Fornhammar, Maria Johansson Josephsson, Therese Karlsson, Annika Sjölund, Frida Josefin Österberg og Andrea Björkholm. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing og eru öll listræn stjórnun og hönnun sýningarinnar í höndum kvenna. „Þetta hefur verið frábært ferðalag. Þegar ég kom að þessu heillaðist ég strax af þessari frábæru tónlist Karólínu og fínu liberetto Katarinu. Það hefur verið ákaflega gaman að vinna með öllum þessum snjöllu konum, þetta er kvennasýning um málefni kvenna. Það er líka gaman hversu margar þeirra koma frá Álandseyjum. Þar er greinilega blómlegt tónlistar- og menningarlíf. Þetta er líka erfið sýning fyrir söngkonurnar því ég legg mikið á þær og læt þær dansa mikið og leika um leið og þær eru að einbeita sér að söngnum en þær standa sig allar frábærlega og fyrir vikið verður þetta heilmikið sjónarspil.“Nútíamasaga „Málið er að þetta er nútímasaga á sinn hátt og það ótrúlega er að hún er sönn. Þessi saga á því miður enn mikið erindi. Konur strögla gríðarlega mikið í heimi lista og menningar enn í dag þó svo að þær þurfi ekki endilega að villa á sér heimildir. Það þarf ekki annað en að líta á tölfræðina til þess að sjá það. Minn bakgrunnur er um margt ákaflega pólitískur og ég er femínisti. Verkið höfðar til mín sem femínista og ég vona að það muni eiga þátt í því að skapa umræðu um stöðu kvenna í listum á Íslandi. Það er umræða sem allar þjóðir þurfa að taka reglulega. Því miður hefur þróunin í Svíþjóð alls ekki verið nægjanlega góð. Ég var hins vegar heppin að fæðast í Svíþjóð sem lagði mikla rækt við listir, menntun og menningu. En síðustu áratugi þá er einhver amerísk frjálshyggja farin að tröllríða öllu. Listin hefur verið sett á jaðarinn í síauknum mæli og allt snýst um krónur og aura. Konur í listum líða fljótt fyrir þessa þróun.“Vinnusmiðjan Suzanne hlakkar mikið til þess að koma með sýninguna til Íslands og segist hafa heillast af baráttu kvenna á sínum tíma í kringum kvennafrídaginn og seinna kvennaframboðið. „Það er tilhlökkunarefni að koma með sýninguna en ég er líka ákaflega spennt fyrir vinnusmiðju sem við ætlum að vera með á þriðjudagskvöldið. Útgangspunkturinn verður óperan Magnus Maria, hvernig unnið er með líkamann til að segja sögu sem gagnrýnir viðtekin gildi, óperuformið rætt og ýmsar aðferðir skoðaðar. Það er svo mikilvægt fyrir listamenn að halda áfram að þróa sig og sínar aðferðir. Og konur þurfa að berjast fyrir sínu – koma sinni sköpun til kvenna og stúlkna því það er svo mikilvægt fyrir alla að fá tækifæri til þess að spegla sig í listinni. Vonandi getum við hnikað einhverju í þeim efnum.“ Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Magnus Maria ópera um rétt kyn, eftir Karolínu Eiríksdóttur og Katarinu Gädnäs í leikstjórn Suzanne Osten, verður flutt í Þjóðleikhúsinu á miðvikudagskvöldið á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Í óperunni er sögð sönn saga sænskrar tónlistarkonu frá 17. öld í Svíþjóð. Suzanne Osten er á meðal þekktari leikstjóra Svíþjóðar. Um áraraðir hefur hún getið sér gott orð fyrir bæði leiksýningar og kvikmyndir, auk þess að gegna stöðu prófessors í leikstjórn við Dramatiska Institudet í Stokkhólmi. Það er því mikið ánægjuefni að fá loks til Íslands sýningu eftir Suzanne Osten en næstkomandi miðvikudagskvöld verður í Þjóðleikhúsinu Magnus Maria, ópera um rétt kyn. Ný ópera með tónlist eftir Karólínu Eiríksdóttur við texta Katarinu Gädnäs. Suzanne segir að hér sé á ferðinni einstök saga sem eigi mikið erindi til okkar í dag og að verkefnið hafi allt verið sérstaklega skemmtilegt. „Óperan fjallar um konu að nafni Maria Johansson sem fæddist á Álandseyjum en draumur hennar var að starfa sem tónlistarmaður í Stokkhólmi. Þar sem hún var kona þá komst hún lítið áleiðis en tók þá að koma fram í karlmannsfötum undir nafninu Magnus. Ferillinn tók kipp og Magnus varð fljótt eftirsóttur á meðal ungra kvenna. Það sem leiddi þó til þess að allt fór til fjandans var að hún lofaði að kvænast ungri konu til þess að reyna að fá frið fyrir kvenhyllinni. Hún var ákærð fyrir að villa á sér heimildir og það er ágætt að hafa í huga að á þessum tíma voru nornabrennur í Svíþjóð. Það er rétt að láta það svo eftir áhorfendum á miðvikudagskvöldið að komast að því hvernig fer.“Leikstjórinn Suzanne Osten á að baki magnaðan feril sem leikstjóri bæði á sviði og í kvikmyndum. Mynd/Tiina TahvanainenKonur syngja og stjórna Óperan var frumflutt á síðasta ári á Álandseyjum og hefur alls staðar hlotið frábærar viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda. Átta konur fara með hlutverk í óperunni en enginn karl. Með hlutverkin fara þær Ásgerður Júníusdóttir, Hillevi Berg Niska, Lisa Fornhammar, Maria Johansson Josephsson, Therese Karlsson, Annika Sjölund, Frida Josefin Österberg og Andrea Björkholm. Hljómsveitarstjórn er í höndum Anna-Maria Helsing og eru öll listræn stjórnun og hönnun sýningarinnar í höndum kvenna. „Þetta hefur verið frábært ferðalag. Þegar ég kom að þessu heillaðist ég strax af þessari frábæru tónlist Karólínu og fínu liberetto Katarinu. Það hefur verið ákaflega gaman að vinna með öllum þessum snjöllu konum, þetta er kvennasýning um málefni kvenna. Það er líka gaman hversu margar þeirra koma frá Álandseyjum. Þar er greinilega blómlegt tónlistar- og menningarlíf. Þetta er líka erfið sýning fyrir söngkonurnar því ég legg mikið á þær og læt þær dansa mikið og leika um leið og þær eru að einbeita sér að söngnum en þær standa sig allar frábærlega og fyrir vikið verður þetta heilmikið sjónarspil.“Nútíamasaga „Málið er að þetta er nútímasaga á sinn hátt og það ótrúlega er að hún er sönn. Þessi saga á því miður enn mikið erindi. Konur strögla gríðarlega mikið í heimi lista og menningar enn í dag þó svo að þær þurfi ekki endilega að villa á sér heimildir. Það þarf ekki annað en að líta á tölfræðina til þess að sjá það. Minn bakgrunnur er um margt ákaflega pólitískur og ég er femínisti. Verkið höfðar til mín sem femínista og ég vona að það muni eiga þátt í því að skapa umræðu um stöðu kvenna í listum á Íslandi. Það er umræða sem allar þjóðir þurfa að taka reglulega. Því miður hefur þróunin í Svíþjóð alls ekki verið nægjanlega góð. Ég var hins vegar heppin að fæðast í Svíþjóð sem lagði mikla rækt við listir, menntun og menningu. En síðustu áratugi þá er einhver amerísk frjálshyggja farin að tröllríða öllu. Listin hefur verið sett á jaðarinn í síauknum mæli og allt snýst um krónur og aura. Konur í listum líða fljótt fyrir þessa þróun.“Vinnusmiðjan Suzanne hlakkar mikið til þess að koma með sýninguna til Íslands og segist hafa heillast af baráttu kvenna á sínum tíma í kringum kvennafrídaginn og seinna kvennaframboðið. „Það er tilhlökkunarefni að koma með sýninguna en ég er líka ákaflega spennt fyrir vinnusmiðju sem við ætlum að vera með á þriðjudagskvöldið. Útgangspunkturinn verður óperan Magnus Maria, hvernig unnið er með líkamann til að segja sögu sem gagnrýnir viðtekin gildi, óperuformið rætt og ýmsar aðferðir skoðaðar. Það er svo mikilvægt fyrir listamenn að halda áfram að þróa sig og sínar aðferðir. Og konur þurfa að berjast fyrir sínu – koma sinni sköpun til kvenna og stúlkna því það er svo mikilvægt fyrir alla að fá tækifæri til þess að spegla sig í listinni. Vonandi getum við hnikað einhverju í þeim efnum.“
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira