Tæplega gripið inn í áður en sést til lands Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. júní 2015 07:00 Í Karphúsinu í gær. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari tók á móti samninganefndum iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins eftir hádegi í gær. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilu ríkisins við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM. Verkfall 2016 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Ákveðið var á fundi í félagsmálaráðuneytinu í gærmorgun að falla frá hugmyndum um að kalla saman sáttanefnd vegna kjaradeilna ríkisins við háskólamenn og hjúkrunarfræðinga. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna (BHM), segir hafa verið sameiginlega niðurstöðu forsvarsmanna félaganna og fulltrúa ráðuneytisins að það myndi ekki hjálpa til við lausn kjaradeilunnar að færa hana úr lögbundnum farvegi hjá ríkissáttasemjara til sáttanefndar. Slík nefnd hafi ekki yfir öðrum verkfærum að ráða en ríkissáttasemjari. „Þannig að staðan er í stórum dráttum óbreytt enn. Við bíðum bara eftir fundi.“ Vandamálið við samningaborðið segir Páll hins vegar ekki snúa að því hvernig staðið er að sáttaumleitunum. „Vandamálið er að fjármuni vantar til að hægt sé að leysa vandann. Það er auðvitað það sem stendur upp á ríkið núna. Það sem er í boði dugar ekki til að leysa deiluna.“ Um leið vill Páll þó ekki meina að deilan sé alveg „stál í stál“, heldur hafi verið kastað fram hlutum sem verið sé að velta fyrir sér. „En það hefur ekki náðst að þróast alveg nógu vel áfram,“ segir hann en vonast eftir bendingu um það í síðasta lagi í dag, að rétt sé að setjast að samningaborðinu á ný.Páll HalldórssonMeðal þess sem ríkissáttasemjari getur gert er að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilum sem félagsmenn kjósa um án þess að samninganefndir komi að. Páli finnst hins vegar frekar ósennilegt að eitthvað slíkt sé í pípunum. „Það verður að sjást til lands einhvers staðar í deilunni þegar svoleiðis er gert og mitt mat er að svo sé ekki nú,“ segir hann en áréttar um leið að sáttasemjari taki sjálfstæða ákvörðun um slíkt. Síðdegis í gær hafði ekki enn verið boðað til nýs samningafundar í deilu félaganna við ríkið, en síðast var fundað fyrir helgi. Hluti félaga BHM, svo sem geislafræðingar og fleiri sérfræðingar Landspítalans, hefur verið í verkfalli í níu vikur, eða frá 7. apríl síðastliðnum. Dýralæknar og fleiri hafa verið í verkfalli í rúmar sjö vikur. Þá hafa hjúkrunarfræðingar nú verið í verkfalli í tvær vikur. Ástandið endurspeglast einna helst í skorti á vörum í verslunum, erfiðleikum fyrirtækja sem reiða sig á þjónustu Matvælastofnunar, hægagangi í heilbrigðiskerfinu og uppsögnum sem þar eru hafnar. Þannig er um þriðjungur geislafræðinga á Landspítalanum sagður hafa sagt upp störfum og ljósmæður og dýralæknar sækja í auknum mæli um starfsleyfi á Norðurlöndum, samkvæmt upplýsingum frá BHM.
Verkfall 2016 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Innlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira