Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. júní 2015 09:15 Runólfur Smári Steinþórsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur. Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur.
Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00