Segir sömu rök gilda um hjúkrunarfólk og lækna Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. júní 2015 07:00 Þögul mótmæli. Nokkur hundruð manns mættu til þögulla mótmæla við Alþingishúsið við Austurvöll í gær vegna gangs viðræðna við BHM og hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Stefán „Það sem maður er hræddur um ef lög verða sett á verkfallið er að fólk leiti annarra leiða til að vinna við þetta fag, leiti annaðhvort til útlanda eða mennti sig jafnvel í einhverju öðru,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar fyrir heilbrigðisstéttir og heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur áréttar að sömu rök eigi við um þessar stéttir og viðhöfð hafi verið í verkfalli lækna, hvað varðar mikilvægi starfanna fyrir heilbrigðiskerfið og möguleika á störfum í útlöndum.Ólafur G. Skúlason„Þeir eru vel menntaðir og við erum vel menntuð. Sóst er eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum erlendis og það er skortur á hjúkrunarfræðingum, þannig að forsendur eru allar þær sömu í okkar geira og þeirra.“ Sama eigi svo við um geislafræðinga og aðra sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. „Það vantar milljón heilbrigðisstarfsmenn í Evrópu fyrir 2020, en þar eru undir læknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og allt saman.“ Vinna sé auðfundin utan landsteinanna. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvað slík lagasetning feli í sér, hvort gefinn verði frestur til að ná samningum, eða hvort kjaradeilum verði vísað beint í gerðardóm. „Það eru til nokkrar útfærslur á þessu og það sér maður náttúrlega ekki fyrr en frumvarp er komið fram.“Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM á Austurvelli í gær.Fréttablaðið/StefánNokkur hundruð félagsmenn aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga mættu á Austurvöll síðdegis í gær til að mótmæla þeirri stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum félaganna við ríkið og gangi þeirra til þessa. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, áréttar að þau séu tilbúin að setjast að samningaborðinu hvenær sem er. „En þá verða menn náttúrlega að vera tilbúnir að ræða það sem okkur liggur á hjarta, að menntun sé metin til launa og fjármagn aukið til stofnanasamninga,“ segir hann. Ríkissáttasemjari sleit samningafundi BHM og ríkisins seint á miðvikudagskvöld eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar á deilunni. Páll segir að viðræður hafi ekki verið miklar, en samninganefndin hafi borið tillögu ríkisins undir bakland félaganna, en það hafi ekki verið tilboð sem neinu hafi breytt í grundvallaratriðum. „Núna eru hótanir í lofti um lög, en ég ætla bara að vona að til þess komi ekki og takist að semja,“ segir Páll.Rætt var við Ólaf og Pál á Austurvelli í gær í mótmælastöðu BHM og hjúkrunarfræðinga, áður en ljóst var hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að setja lög á verkföll félaganna. Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira
„Það sem maður er hræddur um ef lög verða sett á verkfallið er að fólk leiti annarra leiða til að vinna við þetta fag, leiti annaðhvort til útlanda eða mennti sig jafnvel í einhverju öðru,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Afleiðingarnar geti orðið alvarlegar fyrir heilbrigðisstéttir og heilbrigðiskerfið í heild. Ólafur áréttar að sömu rök eigi við um þessar stéttir og viðhöfð hafi verið í verkfalli lækna, hvað varðar mikilvægi starfanna fyrir heilbrigðiskerfið og möguleika á störfum í útlöndum.Ólafur G. Skúlason„Þeir eru vel menntaðir og við erum vel menntuð. Sóst er eftir íslenskum hjúkrunarfræðingum erlendis og það er skortur á hjúkrunarfræðingum, þannig að forsendur eru allar þær sömu í okkar geira og þeirra.“ Sama eigi svo við um geislafræðinga og aðra sérfræðinga í heilbrigðiskerfinu. „Það vantar milljón heilbrigðisstarfsmenn í Evrópu fyrir 2020, en þar eru undir læknar, hjúkrunarfræðingar, geislafræðingar, lífeindafræðingar, ljósmæður og allt saman.“ Vinna sé auðfundin utan landsteinanna. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Síðan eigi eftir að koma í ljós hvað slík lagasetning feli í sér, hvort gefinn verði frestur til að ná samningum, eða hvort kjaradeilum verði vísað beint í gerðardóm. „Það eru til nokkrar útfærslur á þessu og það sér maður náttúrlega ekki fyrr en frumvarp er komið fram.“Páll Halldórsson formaður samninganefndar BHM á Austurvelli í gær.Fréttablaðið/StefánNokkur hundruð félagsmenn aðildarfélaga BHM og hjúkrunarfræðinga mættu á Austurvöll síðdegis í gær til að mótmæla þeirri stöðu sem uppi er í kjaraviðræðum félaganna við ríkið og gangi þeirra til þessa. Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, áréttar að þau séu tilbúin að setjast að samningaborðinu hvenær sem er. „En þá verða menn náttúrlega að vera tilbúnir að ræða það sem okkur liggur á hjarta, að menntun sé metin til launa og fjármagn aukið til stofnanasamninga,“ segir hann. Ríkissáttasemjari sleit samningafundi BHM og ríkisins seint á miðvikudagskvöld eftir að samninganefnd ríkisins hafnaði tillögu BHM til lausnar á deilunni. Páll segir að viðræður hafi ekki verið miklar, en samninganefndin hafi borið tillögu ríkisins undir bakland félaganna, en það hafi ekki verið tilboð sem neinu hafi breytt í grundvallaratriðum. „Núna eru hótanir í lofti um lög, en ég ætla bara að vona að til þess komi ekki og takist að semja,“ segir Páll.Rætt var við Ólaf og Pál á Austurvelli í gær í mótmælastöðu BHM og hjúkrunarfræðinga, áður en ljóst var hvort ríkisstjórnin ætlaði sér að setja lög á verkföll félaganna.
Verkfall 2016 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Hinn frjálsi heimur þurfi nýjan leiðtoga Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Sjá meira