Stríðið um sýndarheima hefst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2015 00:01 Palmer Luckey, annar stofnenda Oculus Vr, kynnir endanlega útgáfu Oculus Rift til leiks í San Francisco. VÍSIR/GETTY Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar. Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira
Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar.
Mest lesið Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Sjá meira