Stríðið um sýndarheima hefst Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. júní 2015 00:01 Palmer Luckey, annar stofnenda Oculus Vr, kynnir endanlega útgáfu Oculus Rift til leiks í San Francisco. VÍSIR/GETTY Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar. Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira
Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun verða fáanleg snemma á næsta ári. Bylting er í vændum í tölvuleikjaiðnaðinum og hið íslenska fyrirtæki CCP, ásamt öðrum, er í framvarðasveit hennar. Allt frá því að Oculus Rift-sýndarveruleikagleraugun skutu upp kollinum á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter í ágúst árið 2012 hefur bylting vofað yfir tölvuleikjaiðnaðinum. Þremur árum síðar erum við enn að bíða. Mikið vatn hefur þó runnið til sjávar. Facebook hefur eignast Oculus VR, framleiðanda Rift-gleraugnanna, fyrir litla 230 milljarða króna og tugir tækni- og leikjafyrirtækja af öllum stærðargráðum hafa nú sambærilega tækni í þróun. Oculus Rift og Oculus Touch.VÍSIR/GETTYRift á næsta leiti Forstjóri Oculus VR, Brendan Iribe, var ekki lengi að sannfæra leikjaheiminn um að byltingin sem lofað var væri sannarlega á leiðinni þegar hann steig á svið í troðfullum ráðstefnusal í San Francisco síðasta fimmtudag. Hann tilkynnti að Rift-gleraugun myndu koma á markað á fyrsta ársfjórðungi næsta árs og svipti jafnframt hulunni af endanlegri útgáfu Oculus Rift. „Þau eru létt, þú getur haldið á þeim í annarri hendi. Þetta er ekki ósvipað því að vera með venjuleg gleraugu.“ Iribe gat ekki upplýst ráðstefnugesti um hvenær gleraugun fara í sölu eða hvað þau munu kosta. Oculus VR verður áberandi á E3-leikjaráðstefnunni árlegu í Los Angeles sem haldin er í mánuðinum en líklegt þykir að Iribe muni þar kynna útgáfudag og verð. Flest bendir til að Rift muni kosta á bilinu 25.000 til 50.000 krónur. Þá kynnti Iribe einnig Oculus Touch til leiks, afar nýstárlegan stýripinna fyrir gleraugun sem les og nemur hreyfingu handanna í þrívíðu rými og birtir spilaranum í sýndarveruleika. Þetta gerir honum kleift að teygja út hendurnar og hafa áhrif á sýndarumhverfið. Stýripinnarnir nema einnig staðsetningu og hreyfingu fingranna. Þessi tækni nýtist aðeins í leikjum og hugbúnaði sem hannaður er frá grunni fyrir sýndarveruleika. Slíkur hugbúnaður er af skornum skammti. Þannig kynntu stjórnendur Oculus VR einnig tímamótasamstarf við Microsoft og munu spilara geta notað Xbox One-stýripinnann með gleraugunum.Með frá byrjun Þegar kemur að sjálfum hugbúnaðinum hefur Oculus VR boðið fjölbreyttum hópi leikjaframleiðanda að þróa leiki fyrir Rift-gleraugun. Stjórnendur þessara fyrirtækja stigu á svið í San Francisco á fimmtudaginn og kynntu fyrstu kynslóð tölvuleikja fyrir sýndarveruleika. Mörg þeirra voru með fyrstu stuðningsaðilum Rift-verkefnisins, þar á meðal CCP, framleiðandi EVE: Online. Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var fyrstur á svið í San Francisco og sagði það hefð hjá CCP að afmá línur milli raunheims og sýndarheims. Mantra fyrirtækisins væri að skapa sýndarheima sem hafa meiri þýðingu en raunheimurinn. „Þetta er nokkuð klikkuð fullyrðing,“ sagði Hilmar Veigar. „Og við höfum oft tekist á um hana innan fyrirtækisins. En nú, þegar við verðum vitni að upphafi sýndarveruleikans, held ég að við höfum ekki tilefni lengur til að afsaka okkur.“Hilmar Veigar Pétursson á sviði.VÍSIR/CCPEitthvað allt annað Þróun EVE: Valkyrie hófst með fyrstu tilraunaútgáfu Rift-gleraugnanna og verður með fyrstu fáanlegu leikjum á endanlegri útgáfu þeirra. Leikurinn er jafnframt fyrsta raunverulega (ef svo má að orði komast) tilraun CCP með sýndarveruleika. Spilarinn æðir um himintunglin í lítilli orrustuþotu og tekur þátt í loftbardögum þegar spilarar hvaðanæva úr heiminum mætast. Leikurinn hefur vakið gríðarlega athygli. Það er spilunin, það hvernig sýndarveruleiki er nýttur til að hafa áhrif á leikinn, sem leikjahönnuðir reyna nú að skilja og læra á. „Með endanlegri útgáfu Oculus Rift-gleraugnanna getum við sagt að þú kemst ekki nær því að vera raunverulegur flugmaður í geimorrustuþotu en með EVE: Valkyrie,“ sagði Hilmar Veigar.
Mest lesið „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Sjá meira