Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Ingvar Haraldsson skrifar 16. júní 2015 09:00 Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/VILHELM lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Hælisleitendur og börn í auknu mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sjá meira
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30