Kosningaréttur kvenna í 100 ár Eygló Harðardóttir skrifar 19. júní 2015 07:00 Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Jafnréttismál Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Til hamingju með kvenréttindadaginn, kæru landsmenn. Í dag ber að hugsa til allra þeirra kvenna sem áratugum saman beittu sér fyrir kosningarétti kvenna til Alþingis og karlanna sem studdu þær og greiddu að lokum atkvæði með því að veita konum þessi sjálfsögðu réttindi. Það er merkilegt til þess að hugsa að okkar fámenna og fátæka Ísland var meðal fyrstu landa í Evrópu til að veita konum kosningarétt, fyrst til sveitarstjórna og síðan til Alþingis. Kosningaréttinum var fagnað á Austurvelli 7. júlí 1915 í skínandi sólskini, stafalogni og með gleðibrag á öllum andlitum eins og sagði í Kvennablaðinu. Bríet Bjarnhéðinsdóttir hélt ræðu og sagði m.a.: „Vér heilsum glaðar framtíðinni, þar sem karlar og konur vinna í bróðerni saman að öllum landsmálum, bæði á heimilunum og á alþingi.“ Ógrynni vatns er til sjávar runnið frá því að Bríet mælti þessi orð. Ísland trónir í efsta sæti þjóða þar sem kynjamunur er minnstur í heiminum og hefur vermt það sæti í heil sex ár. Það tók þó langan tíma að auka hlut kvenna í stjórnmálum. Hindranir voru fleiri en kvenréttindakonurnar höfðu reiknað með. Þegar við nú metum stöðu kynjajafnréttis hér á landi er augljóst að við höfum náð gríðarlegum árangri á sviði stjórnmálanna. Hlutur kvenna er 40% á Alþingi og 44% í sveitarstjórnum sem er góður árangur en við getum enn gert betur. Á þeim 100 árum sem liðin eru frá því að konur fengu kosningaréttinn höfum við einnig stigið stór skref hvað varðar jafnrétti til menntunar, atvinnu og heilbrigðis. Þegar konur söfnuðust saman á Austurvelli fyrir réttum 100 árum var mæðra- og barnadauði enn mikill og berklar herjuðu á landsmenn. Heilbrigðisþjónusta var byggð upp, ekki síst að frumkvæði kvenna en það var ekki fyrr en með batnandi efnahag og nýju kvennahreyfingunni sem konur fóru að mennta sig í ríkum mæli. Enn kynbundinn launamunur Þrátt fyrir sókn kvenna á öllum sviðum og meiri atvinnuþátttöku kvenna en víðast annars staðar hefur kynbundnu misrétti ekki verið eytt. Hér mælist enn kynbundinn launamunur þrátt fyrir aðgerðir og áróður til að útrýma honum. Enn er glímt við rótgrónar staðalímyndir um hlutverk kynjanna sem valda afar kynskiptum vinnumarkaði með svokölluðum kvenna- og karlastörfum sem stuðlar að og ýtir undir launamun. Konur vinna frekar hjá hinu opinbera við kennslu, umönnun og þjónustu en karlar á almenna vinnumarkaðnum í iðngreinum og fjármálaþjónustu. Karlar móta svo að miklu leyti vinnumarkaðsstefnuna og í stjórnum fyrirtækja eru karlar enn í miklum meirihluta, þrátt fyrir ákvæði laga um kynjakvóta og niðurstöður rannsókna sem sýna að ímynd fyrirtækja, vinnuandi og árangur verður betri þar sem konur og karlar vinna saman. Á þessu merka afmælisári blasir við að enn er mikið verk að vinna til að tryggja jafnrétti kynjanna. Sverjum þess eið að gera enn betur, ekki á næstu 100 árum heldur strax. Unga fólkið og komandi kynslóðir eiga það skilið að við gerum framtíðardrauma formæðra okkar að veruleika.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun