Rússar eyða mestu í bjór og vín á barnum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. júní 2015 07:00 Eyðsla meðalferðamannsins frá Kanada, Noregi og Danmörku á skemmtistöðum og börum samanlögð dugar ekki til að jafna eyðslu meðalrússans. nordicphotos/getty Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Viðskipti Rússneskir ferðamenn hérlendis straujuðu greiðslukort sín fyrir að meðaltali þrefalt meira fé á skemmtistöðum og börum en næsteyðslufrekasta þjóðin í þeim efnum, Kanadamenn. Frá þessu er greint í skýrslu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Meðalrússinn kaupir drykki á skemmtistöðum og börum fyrir um níu þúsund krónur meðan á dvöl hans stendur. Meðalkínverjinn eyddi hins vegar minnstu á barnum, einungis 76 krónum. Rússar tróna einnig á toppnum þegar litið er til meðaleyðslu í mat og drykk. Meðalrússinn eyðir um þrjátíu þúsund krónum í veitingaþjónustu hérlendis og er eyðsla á börum og skemmtistöðum meðtalin. Á hæla Rússa í veitingaeyðslu koma Norðmenn, Svisslendingar, Danir og Bandaríkjamenn. Þrátt fyrir umfangsmestu skyndibitamenningu í heimi eru það ekki Bandaríkjamenn sem kaupa skyndibita fyrir mestan pening hérlendis heldur Danir. Þeir eyða um fimm þúsund krónum að meðaltali í skyndibita. Þegar til heildarútgjalda ferðamanna er litið greiddu erlendir ferðamenn 46,8 prósent meira með kortum sínum í maí í ár en árið á undan. Heildarútgjöld ferðamanna af greiðslukortum voru því 13,1 milljarður króna. Mestu var eytt í ferðaþjónustu innanlands eða samtals 3,1 milljarði króna. Á eftir komu gistiþjónusta, 2,6 milljarðar króna, verslun, 1,6 milljarðar króna og veitingar, 1,5 milljarðar króna. Miðað við sama mánuð í fyrra tvöfaldaðist eyðsla ferðamanna í ferðaþjónustu innanlands. Eyðsla dróst ekki saman í neinum útgjaldalið. Meðalferðamaðurinn eyðir um 144 þúsund krónum hérlendis en það er átta prósentum meira en í sama mánuði í fyrra. Svisslendingar eru sú þjóð sem eyðir langmestu að meðaltali, eða 263 þúsund krónum. Rússar koma næstir og eyða 201 þúsund krónum og síðan Bandaríkjamenn sem eyða 190 þúsund krónum. Sparsamastir eru hins vegar Pólverjar en meðalpólverjinn eyðir einungis 38 þúsund krónum meðan á dvöl hans stendur. Kínverjar eru svo næstsparsamastir og eyða 64 þúsund krónum en Japanar 68 þúsund krónum. Tölur um meðaleyðslu ferðamanna eftir þjóðerni gætu þó verið skakkar að einhverju leyti segir í skýrslunni. Skekkjan orsakast meðal annars af lengd dvalar og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina fyrir komu hingað til lands.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira