Maður sem handtekinn var í Stokkseyrarmálinu svokallaða hefur höfðað mál gegn ríkinu fyrir ólögmæta handtöku.
Maðurinn var upphaflega handtekinn ásamt fleiri mönnum, grunaður um grófa líkamsárás og frelsissviptingu. Hann var að endingu ekki ákærður í málinu heldur einungis kallaður til sem vitni.
Stokkseyrarmálið vakti athygli þegar það kom upp fyrir að vera einstaklega hrottalegt. Stefán Logi Sívarsson og Stefán Blackburn hlutu sex ára fangelsi í febrúar í fyrra fyrir aðild sína að málinu.
Vitni í Stokkseyrarmálinu í mál við ríkið

Tengdar fréttir

Stokkseyrarmálið: Segir ljóst að fórnarlambið hafi lent í slagsmálum
Aðalmeðferð í Stokkseyrarmálinu heldur áfram í dag. Húsráðandi á Stokkseyri kom fyrir dóm og þá verður spiluð skýrslutaka af manni sem lést fyrir skömmu.

Faðir Stokkseyrarfórnarlambsins: "Algerlega brotinn á líkama og sál“
Manninum sem var misþyrmt næturlangt á höfuðborgarsvæðinu og Stokkseyri er breyttur maður eftir aðfarirnar sagði faðir hans í skýrslutöku í dag.

Stefán Logi og Stefán Blackburn dæmdir í sex ára fangelsi
Dómur var kveðinn upp í Stokkseyrarmálinu rétt í þessu.