Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. júní 2015 08:45 Selfoss hefur unnið sex leiki í röð. vísir/ernir Sjöunda umferð Pepsi-deildar kvenna hefst með þremur leikjum í kvöld; Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar sækja ÍBV heim, Afturelding og KR mætast í Mosfellsbænum og loks tekur Breiðablik á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar. Breiðablik hefur byrjað tímabilið af fítonskrafti; unnið fimm leiki af sex og gert eitt jafntefli, skorað 22 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Selfoss er einu stigi á eftir Blikum en liðið hefur unnið fimm leiki í röð eftir tap fyrir Fylki í 1. umferðinni. Selfoss getur því með sigri í kvöld komist á topp deildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.Breiddin og reynslan Blikamegin „Það væri áfangi hjá Selfossi að komast á toppinn en það gefur þeim ekkert í lokin,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, þegar Fréttablaðið fékk hann til að líta á leikinn. „En ef Selfoss vinnur í kvöld er liðið bæði búið að vinna Stjörnuna og Breiðablik og þá held ég að allir ættu að fara að taka þær alvarlega,“ bætti Freyr við, en hann telur nágrannaliðin, Stjörnuna og Breiðablik, enn skrefi framar en Selfoss sem hefur verið í stöðugri sókn síðan liðið kom upp í Pepsi-deildina 2012. „Liðið er gott, vel skipulagt, í góðu formi og útlendingarnir hafa komið vel inn í þetta, en Stjarnan og Breiðablik eru með meiri breidd og búa yfir meiri reynslu. Þessi lið eru alltaf á undan í þessu kapphlaupi um titilinn en það getur allt gerst í fótbolta.“ Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í gær sagðist landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætla að klára tímabilið með Selfossi, sem eru frábærar fréttir fyrir liðið sem hefur unnið alla sex leikina, í deild og bikar, síðan hún kom inn í liðið. Dagný er í algjöru lykilhlutverki hjá Selfossi en það eru fleiri leikmenn sem hafa staðið sig með prýði og liðsheildin er sterk.Mikil liðsheild hjá Selfossi „Þær eru í mjög góðu líkamlegu formi og það sést á því að þær klára leikina vanalega af miklum krafti. Liðsheildin er góð; þetta eru mest allt stelpur af Suðurlandinu sem þekkjast vel. Og svo eru þær með Dagnýju og Guðmundu Brynju (Óladóttur) sem geta klárað leiki upp á sitt eindæmi,“ sagði Freyr en sú síðarnefnda er komin með fimm mörk í deildinni í sumar. Selfoss er með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum; miðvörðinn Summer Williams, markvörðinn Chante Sandiford og framherjann Donnu Kay Henry. Sú síðastnefnda, sem hefur leikið landsleiki fyrir Jamaíka, er eldfljót og mikill íþróttamaður, þótt ákvarðanatöku hennar á síðasta þriðjungnum sé stundum ábótavant. Talandi um fljóta framherja, þá hefur Breiðablik nóg af þeim í sínum röðum. Tvær þeirra, Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir, hafa verið iðnar við kolann í sumar og skorað samtals 13 deildarmörk; Fanndís sjö og Telma sex. Freyr hefur hrifist af leik þeirra í sumar. „Það er gott fyrir mig sem landsliðsþjálfara að sjá Fanndísi í þessu formi. Hún er búin að vera framúrskarandi. Það eru ekki bara mörkin hennar sem ég er ánægður með heldur hafa ákvarðanatökurnar verið mjög góðar og hún er að taka leikina til sín sem hún þarf að gera. „Telma hefur einnig byrjað frábærlega og það er greinilegt að þjálfararnir hafa sett mikið traust á hana,“ sagði Freyr, sem telur að innkoma Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur hafi haft jákvæð áhrif á lið Breiðabliks, sem virðist þroskaðra og einbeittara en síðustu ár. „Blikaliðið er orðið miklu jafnara í öllum leikstöðum og það sem hefur kannski lagast mest er að það spilar vörn sem lið. Mér finnst hvergi veikan blett að finna á liðinu,“ bætti Freyr við en Blikar hafa fengið á sig fæst mörk í deildinni (2). En við hvernig leik býst Freyr í kvöld? „Ég á von á jöfnum leik og það verður örugglega spilað af mikilli hörku. Leikmenn þekkja hver annan út og inn og það mun ekkert koma á óvart. Þetta verður harður leikur en vonandi skemmtilegur og á eftir að ráðast á einu marki, til eða frá,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira
Sjöunda umferð Pepsi-deildar kvenna hefst með þremur leikjum í kvöld; Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar sækja ÍBV heim, Afturelding og KR mætast í Mosfellsbænum og loks tekur Breiðablik á móti Selfossi í stórleik umferðarinnar. Breiðablik hefur byrjað tímabilið af fítonskrafti; unnið fimm leiki af sex og gert eitt jafntefli, skorað 22 mörk og aðeins fengið á sig tvö. Selfoss er einu stigi á eftir Blikum en liðið hefur unnið fimm leiki í röð eftir tap fyrir Fylki í 1. umferðinni. Selfoss getur því með sigri í kvöld komist á topp deildarinnar í fyrsta sinn í sögu félagsins.Breiddin og reynslan Blikamegin „Það væri áfangi hjá Selfossi að komast á toppinn en það gefur þeim ekkert í lokin,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, þegar Fréttablaðið fékk hann til að líta á leikinn. „En ef Selfoss vinnur í kvöld er liðið bæði búið að vinna Stjörnuna og Breiðablik og þá held ég að allir ættu að fara að taka þær alvarlega,“ bætti Freyr við, en hann telur nágrannaliðin, Stjörnuna og Breiðablik, enn skrefi framar en Selfoss sem hefur verið í stöðugri sókn síðan liðið kom upp í Pepsi-deildina 2012. „Liðið er gott, vel skipulagt, í góðu formi og útlendingarnir hafa komið vel inn í þetta, en Stjarnan og Breiðablik eru með meiri breidd og búa yfir meiri reynslu. Þessi lið eru alltaf á undan í þessu kapphlaupi um titilinn en það getur allt gerst í fótbolta.“ Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í gær sagðist landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir ætla að klára tímabilið með Selfossi, sem eru frábærar fréttir fyrir liðið sem hefur unnið alla sex leikina, í deild og bikar, síðan hún kom inn í liðið. Dagný er í algjöru lykilhlutverki hjá Selfossi en það eru fleiri leikmenn sem hafa staðið sig með prýði og liðsheildin er sterk.Mikil liðsheild hjá Selfossi „Þær eru í mjög góðu líkamlegu formi og það sést á því að þær klára leikina vanalega af miklum krafti. Liðsheildin er góð; þetta eru mest allt stelpur af Suðurlandinu sem þekkjast vel. Og svo eru þær með Dagnýju og Guðmundu Brynju (Óladóttur) sem geta klárað leiki upp á sitt eindæmi,“ sagði Freyr en sú síðarnefnda er komin með fimm mörk í deildinni í sumar. Selfoss er með þrjá erlenda leikmenn í sínum röðum; miðvörðinn Summer Williams, markvörðinn Chante Sandiford og framherjann Donnu Kay Henry. Sú síðastnefnda, sem hefur leikið landsleiki fyrir Jamaíka, er eldfljót og mikill íþróttamaður, þótt ákvarðanatöku hennar á síðasta þriðjungnum sé stundum ábótavant. Talandi um fljóta framherja, þá hefur Breiðablik nóg af þeim í sínum röðum. Tvær þeirra, Fanndís Friðriksdóttir og Telma Hjaltalín Þrastardóttir, hafa verið iðnar við kolann í sumar og skorað samtals 13 deildarmörk; Fanndís sjö og Telma sex. Freyr hefur hrifist af leik þeirra í sumar. „Það er gott fyrir mig sem landsliðsþjálfara að sjá Fanndísi í þessu formi. Hún er búin að vera framúrskarandi. Það eru ekki bara mörkin hennar sem ég er ánægður með heldur hafa ákvarðanatökurnar verið mjög góðar og hún er að taka leikina til sín sem hún þarf að gera. „Telma hefur einnig byrjað frábærlega og það er greinilegt að þjálfararnir hafa sett mikið traust á hana,“ sagði Freyr, sem telur að innkoma Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur hafi haft jákvæð áhrif á lið Breiðabliks, sem virðist þroskaðra og einbeittara en síðustu ár. „Blikaliðið er orðið miklu jafnara í öllum leikstöðum og það sem hefur kannski lagast mest er að það spilar vörn sem lið. Mér finnst hvergi veikan blett að finna á liðinu,“ bætti Freyr við en Blikar hafa fengið á sig fæst mörk í deildinni (2). En við hvernig leik býst Freyr í kvöld? „Ég á von á jöfnum leik og það verður örugglega spilað af mikilli hörku. Leikmenn þekkja hver annan út og inn og það mun ekkert koma á óvart. Þetta verður harður leikur en vonandi skemmtilegur og á eftir að ráðast á einu marki, til eða frá,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Handbolti Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Sjá meira