Afgerandi samþykki í kjöri um samninga við SA og FA Óli Kristján Ármannsson skrifar 23. júní 2015 08:00 Eftir undirritun. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins, og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastóri SA, eftir undirritun samninga hjá Ríkissáttasemjara 29. maí síðastliðinn. vísir/vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta. Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna VR, LÍV, Starfsgreinasambandsins og Flóabandalagsins hafa samþykkt kjarasamning félaganna við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA) sem skrifað var undir í lok maí. Kosningunni um samningana, sem hófst í annari viku júnímánaðar, lauk í gær og lá niðurstaða fyrir samdægurs hjá félögunum. Samningarnir gilda til loka árs 2018 og ná til tæplega 70 þúsund manns á vinnumarkaði. Hjá aðildarfélögunum fimmtán hjá Starfsgreinasambandinu voru samningarnir samþykktir með rétt tæplega 80 prósenta meirihluta, frá 71,67 prósentum hjá Bárunni stéttarfélagi til 89.81 prósents meirihluta hjá Verkalýðsfélagi Suðurlands. Kjörsókn var að jafnaði 25,07 prósent, minnst hjá Bárunni 14,22 prósent og mest hjá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur 43,82 prósent.Björn SnæbjörnssonBjörn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ánægður með niðurstöðun, í heild, sem og hjá Einingu-Iðju sem hann veitir forystu. „Hjá okkur sögðu 73,51 prósent já, sem er mjög afgerandi,“ segir hann. Kosningaþátttaka hafi verið rétt rúm 24 prósent sem sé örlítið lakara en í síðustu samningum. „Við erum því mjög ánægð með niðurstöðuna. Þeir sem tóku þátt eru alla vega ánægðir,“ segir hann. Hjá öðrum gantast hann svo með að líta megi á þögnina sem samþykki. Hjá VR sögðu 73,9 prósent já við samningi samtakanna við SA og 72,4 prósent við samningnum við Félag atvinnurekenda. Þáttaka var 23,8 og 26,16 prósent. Fram kemur í tilkynningu VR að þáttakan í kosningunni hafi ekki verið meiri undanfarinn áratug. Mest hafi hún verið 15,5 prósent árið 2011 og innan við 10 prósent árið 2004.Ólafía B. Rafnsdóttir t.h.Þá lýsir Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, ánægju með afgerandi meirihluta þeirra sem samþykktu samninginn. Í tilkynningu VR segir hún síðan sé ábyrgð atvinnurekenda ekki síður en launamanna að tryggja að samningarnir skili þeim ávinningi sem að hafi verið stefnt og stuðli að stöðugleika. „Atvinnurekendur verða að tryggja að launahækkunum sé ekki velt út í verðlagið og að þær skili sér til launafólks. Þeir sem enn eiga eftir að semja eiga að semja á sömu nótum og hér hefur nú verið samþykkt, að öðrum kosti verða okkar samningar lausir snemma árs 2016,“ segir hún. Félög Flóabandalagsins, sem eru Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, samþykktu einnig samninginn við SA með 78,9 prósentum greiddra atkvæða. Af 17.085 á kjörskrá greiddu 2.883 atkvæði, eða 19,9 prósent. Sigurður Bessason, formaður Eflingar og talsmaður Flóabandalagsins segir á vef félagsins að ekki verði efast um að samningurinn njóti stuðnings í samfélaginu þegar félagsmenn stærstu samningsaðila á almenna vinnumarkaðnum hafi samþykkt hann með miklum meirihluta.
Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira