Hinn endalausi gríski harmleikur Stjórnarmaðurinn skrifar 24. júní 2015 09:15 Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Efnahagslegar ófarir Grikkja virðast endalausar. Þegar þetta er ritað virðist þó ætla að fara svo að lengt verði í hengingarólinni í enn eitt skiptið – aðilar gefi sér til vikuloka til að ná samkomulagi. Grikkir fengu framlag frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Seðlabanka Evrópu og fleirum árið 2010. Gjalddagar þessara lána nálgast nú en tæplega nítján milljarðar evra koma til greiðslu á næstu sex mánuðum. Grikkir hafa ekki enn lent í greiðsluþroti, en útséð er að náist ekki samkomulag um frekari greiðslufrest og fjárframlög er slíkt óumflýjanlegt. Grikkir voru vissulega ekki einir til að fá fjárhagsaðstoð á árunum eftir 2008. Nægir þar að nefna Íslendinga, Spán, Portúgal og fleiri lönd. Fjárhagsaðstoð fylgja hins vegar skilyrði um áherslur í ríkisrekstri, sparnaðaraðgerðir o.s.frv. Grikkir skera sig úr öðrum lántakendum að því leyti að þeim hefur nánast í engu tekist að fylgja skilyrðum lánardrottna. Grikkir lofuðu endurbótum á virðisaukaskattskerfinu, og að skera niður lífeyrisgreiðslur. Lítið hefur orðið um efndir. Sömuleiðis lofuðu þeir að selja ríkiseignir fyrir fimmtíu milljarða evra – rauntalan, nú fimm árum seinna, er rétt ríflega tveir milljarðar. Staðan er því sú að Grikkir eiga enga raunhæfa möguleika á að standa við skuldbindingar sínar. Þar stendur hnífurinn í kúnni. Forsvarsmenn ESB, með Þýskaland í fararbroddi, stendur frammi fyrir erfiðum valkostum. Hvað gerist ef þeir afskrifa skuldir Grikkja? Fylgja þá ekki lönd á borð við Írland, Spán, Portúgal og fleiri í kjölfarið og krefjast þess sama? A.m.k. er líklegt að erfitt verði fyrir ríkisstjórnir í þeim löndum að réttlæta aðhaldsaðgerðir ef dæmi Grikklands sannar að fljótlegri og sársaukalausari leið er einfaldlega að krefjast afskrifta. Valkostirnir eru því ómögulegir: annaðhvort verða skuldirnar afskrifaðar að hluta með tilheyrandi hættu á holskeflu sambærilegra mála frá öðrum lántökum, eða Grikkir verða nauðbeygðir til að undirrita samkomulag sem allir vita að þeir geta ekki staðið við. Þriðji valkosturinn er að Grikkir hreinlega segi sig frá myntstarfinu og gangi úr ESB. Ljóst er að afleiðingar af slíku yrðu hrikalegar fyrir Grikki. Fyrir liggur að bankakerfi landsins myndi ekki þola þá niðurstöðu, og hrikta myndi í öllum grunnstoðum samfélagsins. Sennilegt er að ESB stæði brotthvarf Grikkja vel af sér í efnahagslegu tilliti. Hins vegar yrði það mikill álitshnekkir fyrir félagsskap sem gangsettur var til að varðveita friðinn í álfunni, ef minnsti bróðirinn yrði skilinn eftir á berangri.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Grikkland Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira