Leigubílstjórar út undan í ferðamannastraumnum Viktoría Hermannsdóttir skrifar 25. júní 2015 09:00 Ástgeir segir marga vera að troða sér inn á markað leigubílstjóra. vísir/gva „Við erum alltaf í stríði við þessa aðila og fáum enga hjálp neins staðar frá. Hvorki frá ráðuneytinu, Samgöngustofu eða lögreglu, því miður,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama. Mikið hefur verið rætt um aukinn fjölda ferðamanna hérlendis undanfarin misseri en leigubílstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að það skili sér ekki í auknum viðskiptum hjá þeim. Flest hótel og gistiheimili bjóða upp á rútuferðir frá flugvelli og á hótelið. „Okkur hefur alltaf fundist við fá heldur minna hlutfall úr þessu en við teljum að við ættum að fá. Það eru margir sem eru að troða sér inn á okkar markað. Margir jafnvel ólöglegir og við erum alltaf að berjast í að það verði lagað og hreinsað til. Það gengur illa að fá yfirvöld til þess,“ segir Ástgeir. Það ber því ekki mikið á því að ferðamenn séu að taka leigubíl á hótelin en þess í stað hafa hópferðabílar verið mjög áberandi í miðbænum undanfarið ýmsum til ama. „Stundum hefur maður það á tilfinningunni, ef við tökum skipin sem dæmi, að fólki sé sagt að það sé betra að taka rútur. Ástgeir nefnir sem dæmi ferðir út á land þar sem er borgað fyrir hvern og einn en oft geti reynst ódýrara fyrir fólk að fá tilboð í þannig ferð með leigubíl séu margir saman. „Fólk er að borga morð fjár fyrir þessar ferðir út á land, en það er ódýrara í reynd ef fjórir fara saman í svona ferð á leigubíl.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira
„Við erum alltaf í stríði við þessa aðila og fáum enga hjálp neins staðar frá. Hvorki frá ráðuneytinu, Samgöngustofu eða lögreglu, því miður,“ segir Ástgeir Þorsteinsson, formaður bifreiðastjórafélagsins Frama. Mikið hefur verið rætt um aukinn fjölda ferðamanna hérlendis undanfarin misseri en leigubílstjórar sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að það skili sér ekki í auknum viðskiptum hjá þeim. Flest hótel og gistiheimili bjóða upp á rútuferðir frá flugvelli og á hótelið. „Okkur hefur alltaf fundist við fá heldur minna hlutfall úr þessu en við teljum að við ættum að fá. Það eru margir sem eru að troða sér inn á okkar markað. Margir jafnvel ólöglegir og við erum alltaf að berjast í að það verði lagað og hreinsað til. Það gengur illa að fá yfirvöld til þess,“ segir Ástgeir. Það ber því ekki mikið á því að ferðamenn séu að taka leigubíl á hótelin en þess í stað hafa hópferðabílar verið mjög áberandi í miðbænum undanfarið ýmsum til ama. „Stundum hefur maður það á tilfinningunni, ef við tökum skipin sem dæmi, að fólki sé sagt að það sé betra að taka rútur. Ástgeir nefnir sem dæmi ferðir út á land þar sem er borgað fyrir hvern og einn en oft geti reynst ódýrara fyrir fólk að fá tilboð í þannig ferð með leigubíl séu margir saman. „Fólk er að borga morð fjár fyrir þessar ferðir út á land, en það er ódýrara í reynd ef fjórir fara saman í svona ferð á leigubíl.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Sjá meira