Æfir með heimsmethöfum og verðlaunahöfum frá ÓL Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. júní 2015 07:00 Hrafnhildur vann allar fjórar greinarnar sínar á Smáþjóðaleikunum. vísir/ernir Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“ Sund Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Hrafnhildur Lúthersdóttir átti frábæra Smáþjóðaleika í upphafi mánaðarins þar sem hún bætti Íslands- og mótsmetið í öllum þeim fjórum greinum sem hún keppti í auk þess að ná lágmarki í 200 m fjórsundi og 200 m bringusundi. Eftir leikana sneri hún aftur til Bandaríkjanna og um helgina keppti hún á móti í Kaliforníu þar sem hún var nálægt sínum bestu tímum. Hrafnhildur, sem er 24 ára, er nú í fyrsta sinn að æfa í Bandaríkjunum yfir sumartímann en hún útskrifast frá háskóla sínum ytra um áramótin. „Ég er að æfa með svokölluðum „post-grad“ hópi. Við erum 10-12 saman sem erum öll að stefna að því að keppa á Ólympíuleikunum á næsta ári,“ sagði hún við Fréttablaðið áður en hún hélt utan. „Við æfum því í metrum en ekki jördum,“ bætti hún við, en keppt er í jördum í háskólasundinu vestanhafs en metrum á alþjóðavísu.Verð áfram úti eftir útskrift Hún segist kunna vel við að leggja nú höfuðáherslu á að æfa fyrst og fremst fyrir sig sjálfa þar sem að keppendur í háskólasundinu hugsa meira um að ná árangri fyrir lið sitt. „Ég kann betur við þetta. Nú er ég með fulla einbeitingu á sjálfa mig og það er það sem ég vil frekar gera nú,“ segir Hrafnhildur sem mun einbeita sér algjörlega að sundinu eftir að hún útskrifast um áramótin. „Ég verð samt áfram úti og áfram hluti af þessum hópi. Það getur vel verið að það verði viðbrigði fyrir mig að gera ekkert nema synda en ég á ekki von á öðru en að það verði af hinu góða.“ Hrafnhildur er fyrst og fremst bringusundskona og reiknar ekki með öðru en að ná lágmarkinu fyrir Ríó í 100 m bringusundi, rétt eins og hún gerði í 200 m sem hefur verið hennar sterkasta grein. „Þetta eru mínar aðalgreinar og ég geri ekki mikið annað en að æfa bringusund. Ég tek æfingar í fjórsundinu öðru hverju en ekkert meira en það,“ sagði Hrafnhildur.Ætlar sér langt í Rússlandi Meðal þeirra sem hún æfir með úti eru sundkappar sem hafa náð í fremstu röð – hafa slegið heimsmet og komist á verðlaunapall á heimsmeistaramótum og Ólympíuleikum. „Þetta er mjög góður hópur. Elizabeth Beisel [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í London] og Arkady Vyatchanin [tvöfaldur verðlaunahafi á ÓL í Peking] eru í hópnum og það er frábært að fá að æfa með fólki eins og þessu. Það gerir mér mjög gott,“ segir hún. Heimsmeistaramótið fer fram í Kazan í Rússlandi í ágúst og verður Hrafnhildur þar á meðal þátttakenda. Þar á hún góðan möguleika á að komast að minnsta kosti í undanúrslit í 200 m bringusundi en hún á nú 20. besta tíma ársins í greininni samkvæmt lista Alþjóðasundsambandsins, FINA. „Ég ætla mér allavega að komast í undanúrslit og við verðum bar að sjá til hvort ég kemst enn lengra. Markmiðið er allavega að komast langt.“
Sund Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast