Ég er ekki vinsælasti maðurinn hjá Randers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2015 09:30 Theodór Elmar gekk til liðs við erkifjendurna í AGF við litla hrifningu stuðningsmanna Randers, erkifjendanna. vísir/getty Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hefur nýtt tímabil í dönsku úrvalsdeildinni í sumar með nýju liði. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að hann hefði skipt yfir í nýliða AGF í Árósum frá grönnunum og erkifjendunum í Randers. „Ég er kannski ekki vinsælasti maðurinn í Randers í dag,“ sagði Elmar, eins og hann er alltaf kallaður, í samtali við Fréttablaðið. Áhangendur félagsins létu Elmar heyra það á stuðningsmannasíðu kappans á Facebook og er ekki von á öðru en að hann fái orð í eyra þegar hann mætir aftur til Randers sem liðsmaður erkifjendanna. „Það verður eitthvað púað og öskrað. Maður tekur því bara eins og maður,“ sagði Elmar í léttum dúr.Náði toppnum hjá Randers Elmar hefur verið á Norðurlöndunum undanfarin sjö ár og spilaði í Noregi og Svíþjóð áður en hann samdi við Randers árið 2012. Hann hefur nú mætt á sínar fyrstu æfingar á AGF og líst vel á. „Þetta eru góðar og skemmtilegar æfingar á flottu svæði. Það eru öflugir leikmenn í þessu liði,“ segir hann en hann segist hafa fundið fyrir þörfinni fyrir að breyta til. „Mér fannst að ég hafi náð toppnum hjá Randers og þegar það kom tilboð frá AGF sem mér hugnaðist vel var valið auðvelt. Ég þekki svo þjálfarann vel auk þess sem það var stutt að flytja fyrir mig. Það voru fleiri kostir í stöðunni fyrir mig en ég valdi þann besta fyrir mig,“ segir hann. AGF er nýliði í deildinni en liðið hefur verið flakkandi á milli efstu og næstefstu deildar undanfarin ár. En nú á að festa liðið almennilega í sessi á meðal þeirra bestu á nýjan leik en AGF hefur fimm sinnum orðið danskur meistari, síðast 1986. „Þetta er þriðja stærsta liðið í Danmörku [á eftir FC Kaupmannhöfn og Bröndby] og á heima í efri hluta deildarinnar,“ segir Elmar en AGF hefur styrkt liðið mikið á vormánuðum. „Það er kominn króatískur varnarmaður [Josep Elez] sem er á láni frá Lazio og svo er búið að fá mig og einn annan miðjumann í viðbót. Þeir hafa svo gefið út að félagið ætli sér að kaupa 3-4 leikmenn til viðbótar og ef það gengur eftir fer þetta að líta vel út,“ segir hann.Til í að verjast ef ég fæ að sækja Elmar spilaði sem miðjumaður hjá Randers – fyrstu tvö árin sem djúpur miðjumaður í 4-4-2 og svo ýmist á vinstri kanti eða á miðri miðjunni á sínu síðasta tímabili. En hann vonast til að fá að spila sína kjörstöðu hjá AGF. „Þjálfarinn hefur sagt að ég verði einn af þremur fyrir framan djúpan miðjumann í 4-3-3 sem er mín uppáhaldsstaða. Ég vil helst vera „box to box“ miðjumaður og er alveg til í að sinna varnarvinnunni þegar ég fæ líka leyfi til að sækja fram,“ segir Elmar og telur að dvölin hjá AGF verði gæfuskref fyrir sig. „Ég held að þetta gæti verið gott fyrir ferilinn. Vonandi verður þetta til þess að ég skori fleiri mörk.“Gríp tækifærið þegar það gefst Miðjumaðurinn Elmar er þó fyrst og fremst í hlutverki hægri bakvarðar í landsliðinu og því deilir hann með Birki Má Sævarssyni. Elmar var í byrjunarliði Íslands framan af í undankeppninni en hefur verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum. „Ég á ekki von á því að hlutverk mitt í landsliðinu breytist og ég verði áfram bakvörður þar. Það þarf tvo í þá stöðu og við Birkir erum þeir einu sem eru í henni í landsliðinu sem stendur. Það er fínt að hafa samkeppnina við hann,“ segir Elmar sem gladdist vitanlega yfir sigrinum á Tékklandi þó svo að hann hafi ekki komið inn á. „Það er svekkjandi að fá ekki að spila en mér líður eins og allt slíkt sé aukaatriði í landsliðinu. Það er einfaldlega gaman að vera hluti af hópnum og maður samgleðst öðrum í hópnum fullkomlega,“ segir Elmar. „Ég tek bara þær mínútur sem ég fæ og reyni að grípa tækifærið þegar það gefst. Einn af styrkleikum hópsins er hversu góður hann er og þéttur. Í landsliðinu eru allir vinir sem er alls ekki algengt sama hvert er leitað.“ Nýtt tímabil í dönsku úrvalsdeildinni hefst 19. júlí og mun AGF leika þá gegn Kaupmannahafnarliðinu Bröndby. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Theodór Elmar Bjarnason hefur nýtt tímabil í dönsku úrvalsdeildinni í sumar með nýju liði. Fyrr í mánuðinum bárust fregnir af því að hann hefði skipt yfir í nýliða AGF í Árósum frá grönnunum og erkifjendunum í Randers. „Ég er kannski ekki vinsælasti maðurinn í Randers í dag,“ sagði Elmar, eins og hann er alltaf kallaður, í samtali við Fréttablaðið. Áhangendur félagsins létu Elmar heyra það á stuðningsmannasíðu kappans á Facebook og er ekki von á öðru en að hann fái orð í eyra þegar hann mætir aftur til Randers sem liðsmaður erkifjendanna. „Það verður eitthvað púað og öskrað. Maður tekur því bara eins og maður,“ sagði Elmar í léttum dúr.Náði toppnum hjá Randers Elmar hefur verið á Norðurlöndunum undanfarin sjö ár og spilaði í Noregi og Svíþjóð áður en hann samdi við Randers árið 2012. Hann hefur nú mætt á sínar fyrstu æfingar á AGF og líst vel á. „Þetta eru góðar og skemmtilegar æfingar á flottu svæði. Það eru öflugir leikmenn í þessu liði,“ segir hann en hann segist hafa fundið fyrir þörfinni fyrir að breyta til. „Mér fannst að ég hafi náð toppnum hjá Randers og þegar það kom tilboð frá AGF sem mér hugnaðist vel var valið auðvelt. Ég þekki svo þjálfarann vel auk þess sem það var stutt að flytja fyrir mig. Það voru fleiri kostir í stöðunni fyrir mig en ég valdi þann besta fyrir mig,“ segir hann. AGF er nýliði í deildinni en liðið hefur verið flakkandi á milli efstu og næstefstu deildar undanfarin ár. En nú á að festa liðið almennilega í sessi á meðal þeirra bestu á nýjan leik en AGF hefur fimm sinnum orðið danskur meistari, síðast 1986. „Þetta er þriðja stærsta liðið í Danmörku [á eftir FC Kaupmannhöfn og Bröndby] og á heima í efri hluta deildarinnar,“ segir Elmar en AGF hefur styrkt liðið mikið á vormánuðum. „Það er kominn króatískur varnarmaður [Josep Elez] sem er á láni frá Lazio og svo er búið að fá mig og einn annan miðjumann í viðbót. Þeir hafa svo gefið út að félagið ætli sér að kaupa 3-4 leikmenn til viðbótar og ef það gengur eftir fer þetta að líta vel út,“ segir hann.Til í að verjast ef ég fæ að sækja Elmar spilaði sem miðjumaður hjá Randers – fyrstu tvö árin sem djúpur miðjumaður í 4-4-2 og svo ýmist á vinstri kanti eða á miðri miðjunni á sínu síðasta tímabili. En hann vonast til að fá að spila sína kjörstöðu hjá AGF. „Þjálfarinn hefur sagt að ég verði einn af þremur fyrir framan djúpan miðjumann í 4-3-3 sem er mín uppáhaldsstaða. Ég vil helst vera „box to box“ miðjumaður og er alveg til í að sinna varnarvinnunni þegar ég fæ líka leyfi til að sækja fram,“ segir Elmar og telur að dvölin hjá AGF verði gæfuskref fyrir sig. „Ég held að þetta gæti verið gott fyrir ferilinn. Vonandi verður þetta til þess að ég skori fleiri mörk.“Gríp tækifærið þegar það gefst Miðjumaðurinn Elmar er þó fyrst og fremst í hlutverki hægri bakvarðar í landsliðinu og því deilir hann með Birki Má Sævarssyni. Elmar var í byrjunarliði Íslands framan af í undankeppninni en hefur verið á bekknum í síðustu tveimur leikjum. „Ég á ekki von á því að hlutverk mitt í landsliðinu breytist og ég verði áfram bakvörður þar. Það þarf tvo í þá stöðu og við Birkir erum þeir einu sem eru í henni í landsliðinu sem stendur. Það er fínt að hafa samkeppnina við hann,“ segir Elmar sem gladdist vitanlega yfir sigrinum á Tékklandi þó svo að hann hafi ekki komið inn á. „Það er svekkjandi að fá ekki að spila en mér líður eins og allt slíkt sé aukaatriði í landsliðinu. Það er einfaldlega gaman að vera hluti af hópnum og maður samgleðst öðrum í hópnum fullkomlega,“ segir Elmar. „Ég tek bara þær mínútur sem ég fæ og reyni að grípa tækifærið þegar það gefst. Einn af styrkleikum hópsins er hversu góður hann er og þéttur. Í landsliðinu eru allir vinir sem er alls ekki algengt sama hvert er leitað.“ Nýtt tímabil í dönsku úrvalsdeildinni hefst 19. júlí og mun AGF leika þá gegn Kaupmannahafnarliðinu Bröndby.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Fleiri fréttir Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Sjá meira