Að sjá hlutina frá sjónarhóli annarra Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. júlí 2015 09:15 Það hefur verið nokkuð áhugavert að fylgjast með störfum Alþingis þetta þingið. Ekki endilega áhugavert á jákvæðan hátt, en áhugavert engu að síður. Fyrir áhugafólk um mannlega hegðun hafa orð, framganga og hegðun þingmanna oft og tíðum kveikt vangaveltur um það fyrirkomulag sem við kjósum að hafa á þessari grunnstoð lýðveldisins okkar, sjálfri löggjafarsamkundunni. Því hvað sem okkur finnst um þingið og þingmenn þá verða þau lög sem við þurfum að fara eftir til á Alþingi. Vinna alþingismanna felst í raun eingöngu í því að setja samfélaginu lög. Sem stjórnmálamenn verja þeir hluta tíma síns í samtal við kjósendur sína, en launin fá þeir fyrir eitt og aðeins eitt; að vinna í lagafrumvörpum og þingsályktunartillögum. Og hvað sem okkur finnst um lög, bæði almennt og um einstök lög, þá eru þau sá rammi sem dreginn er utan um samfélag okkar. Og nú er þessu þingi loks að ljúka, rúmum mánuði síðar en lög gerðu ráð fyrir. Einhverjir þingmenn hafa rætt um að nauðsynlegt sé að draga lærdóm af stöðunni en, og kannski þarf það ekki að koma á óvart, eru ósammála um hvaða lærdómur það á að vera. Stjórnarliðar tala fyrir því að möguleikar stjórnarandstöðunnar til að tefja fyrir málum verði takmarkaðir, en stjórnarandstæðingar tala fyrir því að böndum verði komið á meirihlutaræði. Það er lítill frumleiki fólginn í því að benda þingmönnum á að vandinn liggi hjá þeim sjálfum. Það hafa þeir sjálfir verið duglegir við að gera. Og það er heldur ekki líklegt til árangurs, eða neitt sérstaklega skemmtilegt, að sitja á hliðarlínunni og predika yfir öðru fólki um það hvernig það ætti að hegða sér. Það ætti kannski að vera helsti lærdómur allra sem á þingi eru; að setja sig betur í spor þeirra sem eru andstæðrar skoðunar. Ráðherrar í ríkisstjórninni ættu að velta því fyrir sér hvernig þeim hefði líkað að vera óbreyttir þingmenn í þeirri stöðu að þingmál væru boðuð í fjölmiðlum en ekkert bólaði á þeim á þingi, löggjafarsamkundunni, og þegar þau kæmu loks eftir dúk og disk væri ætlunin að keyra þau áfram. Þingmenn stjórnarliða ættu að velta því fyrir sér hvernig þeim líkaði að vera í stjórnarandstöðu og mál tækju stórfelldum breytingum í þingnefndum, jafnvel mál frá ráðherrum og jafnvel á síðustu metrunum. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ættu að velta því fyrir sér hvernig þeim líkaði það að vera í stjórn og komast ekkert áfram með málin sín þar sem stjórnarandstæðingar stöðva þau. Þeir eru raunar allmargir þingmennirnir sem þurfa ekkert að setja sig í þessi spor, þeim dugar smá upprifjun. Þótt staðan sé óvenju slæm þetta þingið mátti finna svipaða stöðu á síðasta kjörtímabili þar sem leikendur voru í öðrum hlutverkum; núverandi stjórnarliðar í stjórnarandstöðu og öfugt. Þrískipting ríkisvaldsins á að vera nokkuð skýr og það er Alþingis að setja lög. Til þess að það gangi sem best þurfa allir að virða það hlutverk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun
Það hefur verið nokkuð áhugavert að fylgjast með störfum Alþingis þetta þingið. Ekki endilega áhugavert á jákvæðan hátt, en áhugavert engu að síður. Fyrir áhugafólk um mannlega hegðun hafa orð, framganga og hegðun þingmanna oft og tíðum kveikt vangaveltur um það fyrirkomulag sem við kjósum að hafa á þessari grunnstoð lýðveldisins okkar, sjálfri löggjafarsamkundunni. Því hvað sem okkur finnst um þingið og þingmenn þá verða þau lög sem við þurfum að fara eftir til á Alþingi. Vinna alþingismanna felst í raun eingöngu í því að setja samfélaginu lög. Sem stjórnmálamenn verja þeir hluta tíma síns í samtal við kjósendur sína, en launin fá þeir fyrir eitt og aðeins eitt; að vinna í lagafrumvörpum og þingsályktunartillögum. Og hvað sem okkur finnst um lög, bæði almennt og um einstök lög, þá eru þau sá rammi sem dreginn er utan um samfélag okkar. Og nú er þessu þingi loks að ljúka, rúmum mánuði síðar en lög gerðu ráð fyrir. Einhverjir þingmenn hafa rætt um að nauðsynlegt sé að draga lærdóm af stöðunni en, og kannski þarf það ekki að koma á óvart, eru ósammála um hvaða lærdómur það á að vera. Stjórnarliðar tala fyrir því að möguleikar stjórnarandstöðunnar til að tefja fyrir málum verði takmarkaðir, en stjórnarandstæðingar tala fyrir því að böndum verði komið á meirihlutaræði. Það er lítill frumleiki fólginn í því að benda þingmönnum á að vandinn liggi hjá þeim sjálfum. Það hafa þeir sjálfir verið duglegir við að gera. Og það er heldur ekki líklegt til árangurs, eða neitt sérstaklega skemmtilegt, að sitja á hliðarlínunni og predika yfir öðru fólki um það hvernig það ætti að hegða sér. Það ætti kannski að vera helsti lærdómur allra sem á þingi eru; að setja sig betur í spor þeirra sem eru andstæðrar skoðunar. Ráðherrar í ríkisstjórninni ættu að velta því fyrir sér hvernig þeim hefði líkað að vera óbreyttir þingmenn í þeirri stöðu að þingmál væru boðuð í fjölmiðlum en ekkert bólaði á þeim á þingi, löggjafarsamkundunni, og þegar þau kæmu loks eftir dúk og disk væri ætlunin að keyra þau áfram. Þingmenn stjórnarliða ættu að velta því fyrir sér hvernig þeim líkaði að vera í stjórnarandstöðu og mál tækju stórfelldum breytingum í þingnefndum, jafnvel mál frá ráðherrum og jafnvel á síðustu metrunum. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ættu að velta því fyrir sér hvernig þeim líkaði það að vera í stjórn og komast ekkert áfram með málin sín þar sem stjórnarandstæðingar stöðva þau. Þeir eru raunar allmargir þingmennirnir sem þurfa ekkert að setja sig í þessi spor, þeim dugar smá upprifjun. Þótt staðan sé óvenju slæm þetta þingið mátti finna svipaða stöðu á síðasta kjörtímabili þar sem leikendur voru í öðrum hlutverkum; núverandi stjórnarliðar í stjórnarandstöðu og öfugt. Þrískipting ríkisvaldsins á að vera nokkuð skýr og það er Alþingis að setja lög. Til þess að það gangi sem best þurfa allir að virða það hlutverk.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun