Íslendingar þjálfa bestu lið Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2015 06:30 Guðmundur Guðmundsson og Þórir Hergeirsson. Vísir/AFP Evrópska handboltasambandið hefur gefið út nýjasta styrkleikalista sinn yfir bestu karla- og kvennalandsliðs álfunnar og þar kemur í ljós að það eru Íslendingar sem þjálfa bæði besta karlalið og besta kvennalið Evrópu. Listinn er settur saman út frá árangri landsliðanna á síðustu þremur Evrópumótum. Danir geta verið stoltir af handboltalandsliðum sínum því bæði karla- og kvennalandslið Dana eru á meðal þriggja bestu. Guðmundur Guðmundsson þjálfar danska karlalandsliðið og er á leiðinni með liðið á sitt fyrsta Evrópumót í Póllandi í byrjun næsta árs. Danir eiga að baki eitt stórmót með Guðmund við stjórnvölinn en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í upphafi ársins. Það sem er að skila Dönum í toppsætið er frábær árangur liðsins á síðustu Evrópumótum en liðið hefur unnið tvö gull og eitt silfur í síðustu fjórum Evrópukeppnum. Íslenska karlalandsliðið er í 9. sæti nýjasta listans, einu sæti á undan Þjóðverjum þar sem Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Heims-, Evrópu og Ólympíumeistarar Frakka eru í fjórða sæti listans en þar hefur mikið að segja slakur árangur liðsins á EM í Serbíu 2012 þegar liðið náði aðeins 11. sæti. Á undan franska karlalandsliðinu á listanum eru, auk danska landsliðsins, landslið Spánverja og Króata. Íslendingur þjálfar einnig besta kvennalandslið heims en Norðmenn skipa þar efsta sætið. Þórir Hergeirsson hefur þjálfað norska kvennalandsliðið frá 2009 og liðið vann sitt fjórða stórmót undir hans stjórn þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar í Búdapest í desember síðastliðnum. Það ógnar fátt þeim norsku á næstu árum enda hefur liðið náð í fimm gull og tvö silfur á síðustu sjö Evrópukeppnum kvennalandsliða. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Evrópska handboltasambandið hefur gefið út nýjasta styrkleikalista sinn yfir bestu karla- og kvennalandsliðs álfunnar og þar kemur í ljós að það eru Íslendingar sem þjálfa bæði besta karlalið og besta kvennalið Evrópu. Listinn er settur saman út frá árangri landsliðanna á síðustu þremur Evrópumótum. Danir geta verið stoltir af handboltalandsliðum sínum því bæði karla- og kvennalandslið Dana eru á meðal þriggja bestu. Guðmundur Guðmundsson þjálfar danska karlalandsliðið og er á leiðinni með liðið á sitt fyrsta Evrópumót í Póllandi í byrjun næsta árs. Danir eiga að baki eitt stórmót með Guðmund við stjórnvölinn en liðið endaði í 5. sæti á HM í Katar í upphafi ársins. Það sem er að skila Dönum í toppsætið er frábær árangur liðsins á síðustu Evrópumótum en liðið hefur unnið tvö gull og eitt silfur í síðustu fjórum Evrópukeppnum. Íslenska karlalandsliðið er í 9. sæti nýjasta listans, einu sæti á undan Þjóðverjum þar sem Dagur Sigurðsson er landsliðsþjálfari. Heims-, Evrópu og Ólympíumeistarar Frakka eru í fjórða sæti listans en þar hefur mikið að segja slakur árangur liðsins á EM í Serbíu 2012 þegar liðið náði aðeins 11. sæti. Á undan franska karlalandsliðinu á listanum eru, auk danska landsliðsins, landslið Spánverja og Króata. Íslendingur þjálfar einnig besta kvennalandslið heims en Norðmenn skipa þar efsta sætið. Þórir Hergeirsson hefur þjálfað norska kvennalandsliðið frá 2009 og liðið vann sitt fjórða stórmót undir hans stjórn þegar norsku stelpurnar urðu Evrópumeistarar í Búdapest í desember síðastliðnum. Það ógnar fátt þeim norsku á næstu árum enda hefur liðið náð í fimm gull og tvö silfur á síðustu sjö Evrópukeppnum kvennalandsliða.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita