Hver gestur eyðir 400 þúsund krónum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. júlí 2015 07:00 Þróun hátíðarinnar veltur á því að innviðir til tónleikahalds verði góðir. vísir/andri marinó Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga. Fréttir af flugi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Erlendir gestir sem komu hingað til lands á Iceland Airwaves í fyrra eyddu samtals 1,6 milljörðum íslenskra króna í ferð sína hingað. Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á vegum ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Meðalútgjöld sem hátíðargestir vörðu í flug, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina voru tæplega 119 þúsund krónur. Fyrir utan það var meðalneysla fólks á öðru en flugi, gistingu og aðgöngumiða á hátíðina 27 þúsund krónur á sólarhring. Meðallengd dvalar var 7,4 dagar og því má gera ráð fyrir að hver og einn erlendur gestur hafi varið um 200 þúsund krónum í neyslu á meðan hann var hér á landi. Þegar einungis ferðakostnaði er sleppt eru heildarútgjöld gesta á hátíðinni 1,4 milljarðar árið 2014 en voru tæplega 900 milljónir árið 2013. Anna Ásthildur Thorsteinsson, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og umsjónarmaður rannsóknarinnar, segir að þessa miklu breytingu megi rekja til þess að gestum hafi fjölgað mikið milli ára en einnig hafi gistinóttum gesta á hátíðinni fjölgað. Árið 2012 voru heildarútgjöldin án ferðakostnaðar 839 milljónir og því er stökkið á milli 2012 og 2013 ekki stórt. Anna segist þó ekki telja að hátíðin muni stækka mikið héðan í frá. „Og það veltur rosa mikið á því hvaða infrastrúktúr er í boði. Ef það eru áform um að loka mörgum tónleikastöðum, þá fækkar miðunum sem Iceland Airwaves getur selt á hátíðina,“ segir hún. Þó sé ekkert hægt að segja fyrirfram um það hver lokaniðurstaðan verður í ár. „Við búumst alltaf við því að það verði eitthvað fleiri,“ segir hún. Anna bendir á að rætt hafi verið um að breyta ýmsum tónleikastöðum og það muni hafa neikvæð áhrif. „Og þegar Iceland Airwaves missti Nasa þá hafði það rosalega mikil áhrif á hátíðina. Það var einn helsti kjarni hátíðarinnar. Nú er Nasa reyndar komið aftur en það er verið að tala um áform um að loka öðrum stöðum. Ég býst við því að heildarfjöldi gesta verði í samræmi við framboð tónleikastaða,“ segir hún. Anna segir að það sé vissulega ánægjulegt að það komi ferðamenn hingað og vilji eyða peningum á Iceland Airwaves. En það megi ekki gleyma því að hátíðin skapi líka ómetanleg tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn á erlendri grundu og það er fullt af dóti í gangi sem ekki verði settur verðmiði á. Mikilvægt sé að hafa það í huga.
Fréttir af flugi Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira