Utan vallar: McGregor-sýningin fær fullt hús Henry Birgir Gunnarsson. skrifar 13. júlí 2015 08:45 Conor McGregor er engum líkur. vísir/getty Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast. MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Heitasta sýningin í Las Vegas um nýliðna helgi var McGregor-sýningin. Betur auglýst sem UFC 189 en Conor McGregor kallaði það alltaf McGregor-sýninguna. Var það algjört réttnefni á þessum viðburði. Bardagakvöldið sló öll met. Aldrei hefur komið inn eins mikill peningur í aðgangseyri, aldrei hafa fleiri mætt á vigtun og líklega voru fleiri sjónvarpsáskriftir seldar að kvöldinu en áður í sögu UFC. Fólk er brjálað í að sjá gullkálf UFC frá Dublin. Skiptir engu máli hvort fólk hatar eða elskar Conor. Það verða allir að sjá hann. Hann er í einstökum hópi íþróttamanna sem hafa ótrúlegt aðdráttarafl. Hann er kjaftfor og yfirlýsingaglaður en það sem meira er þá er hann frábær bardagamaður. Hann stendur alltaf við stóru orðin. Conor er fæddur skemmtikraftur og það skal engan undra að UFC hafi sett alla sína spilapeninga á hann. Sambandið er heldur betur að uppskera. Hann er orðinn aðalmaðurinn í UFC. Það er klárt. Það var allt stærst og mest í MGM Grand þessa helgina en bardagarnir sem boðið var upp á voru hreint út sagt magnaðir. Það er ekki til sá maður sem fylgist með íþróttinni sem heldur öðru fram en að þetta hafi verið besta bardagakvöld UFC frá upphafi. Það er alveg fyrir utan allt annað. Áhorfendur fengu fimm rosalega bardaga og þegar er byrjað að tala um bardaga Robbie Lawler og Rory MacDonald um heimsmeistaratitilinn í veltivigt sem besta bardaga í UFC frá upphafi. Það var hreint út sagt ólýsanleg upplifun að fylgjast með þessu í návígi. Stemningin í höllinni, umgjörðin hjá UFC, sem var flottari en nokkru sinni fyrr, Írarnir sem héldu uppi stemningunni og svo þessir bardagar. Þetta var eitthvað sem maður lendir bara í einu sinni um ævina. Það skemmdi svo ekkert fyrir að okkar menn – Gunnar Nelson og Conor McGregor – skyldu báðir klára sína bardaga. Það gerðu þeir líka báðir með eftirminnilegum hætti. Þetta var kvöld sem fór í sögubækurnar og mun aldrei gleymast.
MMA Tengdar fréttir Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56 Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Sjáðu Conor McGregor rota Mendes og verða heimsmeistari Írinn magnaði var næstum hengdur en rotaði mótherja sinn 31 sekúndu síðar í titilbardaganum í nótt. 12. júlí 2015 12:56
Conor: Ég grét af gleði Conor McGregor stóð við stóru orðin enn eina ferðina í nótt er hann varð heimsmeistari í fjaðurvigt eftir ótrúlegan bardaga gegn Chad Mendes. 12. júlí 2015 08:25
Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum