Líður ekki dagur sem ég hugsa ekki um EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 06:30 Hlynur Bæringsson einbeittur á æfingunni í gær. vísir/Andri Marinó Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Fótbolti Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira