Líður ekki dagur sem ég hugsa ekki um EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júlí 2015 06:30 Hlynur Bæringsson einbeittur á æfingunni í gær. vísir/Andri Marinó Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Það var létt yfir landsliðsmönnunum í körfubolta á fyrstu formlegu æfingu liðsins fyrir Evrópumótið í gær, en landsliðið kom saman til æfinga í Ásgarði í Garðabæ. Alls er 21 leikmaður skráður í æfingahópinn en á endanum verða aðeins tólf teknir með. Kristófer Acox, sem gaf út fyrr í mánuðinum að hann yrði ekki með á EM vegna anna í Furman-háskólanum, er í hópnum sem og Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson. Elvar verður þó ekki með á EM, en hann gefur ekki kost á sér. „Elvar valdi skólann fram yfir,“ sagði Craig Pedersen landsliðsþjálfari við Fréttablaðið í gær. „Við erum enn í sambandi við Kristófer og erum að reyna að finna lausn á máli hans. Eftir því sem ég heyri vill skólinn ekki að hann missi af þremur vikum.“ Jón Arnór Stefánsson, fremsti körfuboltamaður þjóðarinnar, var mættur á æfinguna en þó bara í gallabuxum með málningarslettum á. „Ég er aðeins að hjálpa Eggerti bróður að mála,“ sagði hann við Fréttablaðið og brosti. „Ég fæ aðeins lengra frí,“ sagði hann um ástæðu þess að hann tók ekki þátt í æfingunni. „Ég er í líkamlegu ástandi til að æfa en þetta er meira hausinn sem þarf smá frí eftir langt tímabil á Spáni og mikið af leikjum. Ég kem inn í þetta eftir nokkra daga.“ Hlynur Bæringsson, fyrirliði liðsins, var stóískur að vanda þegar Fréttablaðið spurði hann hvort þessi æfing gerði allt meira raunverulegra. „Nei, í raun og veru ekki. Þetta er allt enn frekar óraunverulegt en engu að síður mjög spennandi. Þetta er eitthvað sem ég hef hugsað mikið um. Svona án gríns líður ekki sá dagur sem ég hugsa ekki um EM,“ sagði Hlynur. Æfingahópinn í heild sinni má sjá á Vísi, en liðið leikur tvo æfingaleiki gegn Hollandi 7. og 9. ágúst. Þann fyrri í Þorlákshöfn og þann síðari í Laugardalshöll.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira